Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Síða 16
Kristinn E. Andrésson:
Öll þjóðin mótmælir.
Þegar ljrezk stjórnarvöld létu hertaka ísland 10. mai
1940, gáfu þau út hátíðlega yfirlýsingu um það, að þau
hefðu engin áform um að hlanda sér inn í stjórn lands-
ins og ætluðu „að gera ekkert á móti íslenzku land-
stjórninni og íslenzka fólkinu'.
fslenzka ríkisstjórnin mótmælti liernáminu. Þjóðin
bað ekki um neina erlenda vernd. Hernámið fór fram
án vilja liennar og vitundar.
Hinni friðsömu og varnarlausu íslenzku þjóð kom
samt ekki til hugar að sýna setuliðinu nokkurn mót-
þróa, eftir að það var hingað komið. Hún var gjörn á
að treysta því, að Bretar myndu forðast íhlutun um
málefni okkar og virða lög og rétt landsins. Hún vildi
sízt af öllu ætla Englendingum það, að þeir væru liing-
að komnir til þess að sölsa undir sig gæði landsins né
beita landsfólkið ofheldi, heldur hefur hún staðfast-
lega trúað því, að þeir hafi eingöngu hrotið hlutleysi
okkar af hernaðarlegri nauðsjm til þess að stvrkja að-
stöðu sína í Atlantshafi. Brezkur málstaður í þessari
styrjöld hefur notið mikillar samúðar fslendinga. Menn
hafa heyrt ensku ríkisstjórnina lýsa margsinnis vfir því,
að réttur smáþjóðanna væri henni lieilagt mál, og að
Bretar væru í þessu stríði að berjast fyrir lýðræði, frelsi
og menningu. íslenzku þjóðinni var annað i hug en að
vilja leggja stein í götu nokkurs ríkis, er berðist fyrir
jafn háleitum hugsjónum, meðan hún auk þess hafði
tækifæri til að sannfærast um það af framkomu þess
við sjálfa sig, hver alvara fylgdi máli. Yfir sambúðinni