Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 18
12 TÍMARIT MÁLS OG MENXIXGAR: slyrjaldaraðilans. Ég vik aðeins að þeim loforðum að lilutast ekki til um stjórnarfar landsins og' að gera ekkert á móti íslenzku ríkisstjórninni og íslenzka fólk- ínu. Þau voru brotin strax i fyrrasumar, þegar vopn- uð ensk lögregla gerði liúsrannsókn hjá Gunnari Gunn- arssyni á lieimili hans Skriðuklaustri, greip þar með inn á islenzkt valdsvið og sýndi skáldi þjóðarinnar, sem auk þess er lieiðursfélagi í rithöfundafélaginu enska (Penklúbbnum), ótiliilýðilega móðgun. Þau voru brotin freklega með handtöku þeirra Sigurðar Finn- hogasonar og Þórlialls Pálssonar og hrottflutningi þeirra til Englands. En þverhrotin voru þau fyrst í öllum greinum sunnu- dagskvöldið 27. apríl s.l., þegar brezka lierstjórnin lét hanna íslenzkt dagblað og nema fyrirvaralaust á brott til fangelsunar í öðru landi einn af alþingismönnum' þjóðarinnar, Einar Olgeirsson, og ásamt honum Sigfús Sigurhjartarson, ritstjóra, og Sigurð Guðmundsson, starfsmann blaðsins. Á þeim degi gerðist lierstjórnin furðu gleymin: glevmdi skuldbindingum sínum og valdatakmörkunum hér á landi, gleymdi því, að við erum ekki ennþá brezkir þegnar, glevmdi islenzku rik- isstjórninni, gleymdi Alþingi, hinum lieilaga rétti smá- þjóðarinnar, gleymdi virðingunni fyrir ritfrelsi og skoð- anafrelsi. Þessi ofbeldislegi verknaður vakti óhug og gremju alls almennings á íslandi. Menn litu á liann sem sára móðgun við þjóðina, móðgun, sem hoðin væri kotungs- ríkjum einum, sem einskis eru virt og einskis þykja megnug, móðgun, sem mörgum tók sárast að þola af enskum aðiljum, er menn gátu ekki ætlað slíka fram- komu. Þegar dagblaðið Vísir flutti fyrst þessa fregn, lét það m. a. þessi ummæli fylgja: „Atburðir þeir, sem hér eru raktir að ofan, eru þess eðlis, að þá má telja alvarlegasta áreksturinn, sem orðið hefur milli islenzkra- og hrezkra hagsmuna, frá því er setuliðið tók sér ból-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.