Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Síða 23
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAH
17
ar árangurs geta menn vænzt af mótmælum ríkisstjórn-
arinnar, þegar þeir, sem fara með æðstu völd þjóðar-
innar út á við, taka málstað liins erlenda valds á móti
löndum sínum? Hvað verður i alvöru gert til þess að
fá þá Einar Olgeirsson og félaga lians heim aftur af
ríkisstjórn, þar sem Stefán Jóliann Stefánsson fer með
utanríkismálin? Og livers er að vænta af ríkisstjórn-
inni allri í lieild, er samkvæmt vfirlýsingum á Alþingi
var sjálf komin á fremsta hlunn með að afnema ritfrels-
ið í landinu. Það er ekki nóg að semja hátíðleg mót-
mæli og' láta þar við sitja. Það verður að fvlgja þeim
mótmælum eftir. Ivrafa þjóðarinnar er, að Einari 01-
geirssvni og félögum hans verði skilað aftur. Fáist ekki
leiðrétting á þessu máli af hálfu Breta, verður það
ekki skilið á annan veg en það sé fyrir slælega fram-
göngu rikisstjórnarinnar, nema hún gefi fullgilda skýr-
ingu. Það er ennfremur krafa til ríkisstjórnarinnar,
að hún fái leiðréttingu á þeirri skerðingu ritfrelsis í
landinu, sem framkvæmd var með hanni Þjóðviljans.
Það er önnur hlið á þessu máli, sem snýr að sósial-
istum i landinu. Einar Olgeirsson er ekki aðeins einn af
þingmönnum þjóðarinnar, heldur voru þeir félagar rit-
stjórar að djarfasta málgagni alþýðunnar og eina dag-
lilaði stjórnarandstöðunnar í landinu. Róttækasti hluti
islenzkrar alþýðu hefur með brottnámi þeirra misst
heztu vini sína og málsvara, sem héldu af hugdirfzku
fram rétti hinna fátækustu gegn margvíslegri rangsleitni
þjóðfélagsins. Það er alltof létt aðferð, hafi sú verið
tilætlunin lijá nokkrum hér innanlands, að losna á þann
liátt við andstæðinga sína að svipta þá persónulegu
frjálsræði og málsfrelsi.
2