Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 25
Páll Zóphóníasson: Frestun Alþingiskosninganna. Það tel ég frumskilyrði að þroskun einstaklinganna, að þeir m)Tndi sér sjálfstæðar skoðanir, bæði á þeim atburðum, er mæta þeim í lífinu, og á. þeim málefn- um, er snerta þá og þjóðarheildina. Uppeldið tel ég betra, því betur sem sá tilgangur þess næst að kenna börnunum og unglingunum að hugsa sjálfstætt. Heppnist ekki annað með uppeldinu og skólagöngu allri en að gera menn að geymum fyrir bugsanir og skoðanir annarra, svo að þeir verði bluti af hópsál múgsins, þá er þjóðinni voði vís, og þroski einstakling- anna stöðvaður. Við allar kosningar, og þó sérstaklega Alþingiskosn- ingar, þurfa kjósendur að vega og meta skoðanir sín- ar og bera þær saman við skoðanir frambjóðendanna. Þær verka því þroskandi á kjósendur. Að því mati loknu kýs bver einn þann af frambjóðendumun, sem befur fiestar skoðanir i samræmi við kjósandann, eða stund- um, þegar aðallega er kosið um sérstök mál, sömu skoðun á því og kjósandinn. Um leið og kosið er, gef- ur kjósandinn þeim, er hann kýs, uinboð til þess að fara með málin fyrir sína hönd næsta kjörtímabil. En lífið gengur sinn gang. Sum málin levsast, önnur verða úrelt og ný koma til, og þá er kjósendum aftur gefinn kostur á að taka afstöðu til málanna, og þetta er bjá okkur gert á fjögurra ára fresti, ef ekki koma ný mál, sem þykja svo mikilsvarðandi, að ástæða þvki til að bera þau undir kjósendur, áður en fjögur ár eru liðin. 2*

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.