Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 29
Halldór Kiljan Laxness: Temúdjín snýr heim. SMÁSAGA. (Saman sett upp úr gömlum bókum). Þegar hirðinginn Temúdjín hafði lagt rúman helm- ing veraldarinnar undir sig með báli og brandi, aust- an úr Ivínaveldi vestur að landamærum germanskra þjóða, og slegið upp tjöldum sínum á Indusbökkum, í slóð Alexanders, og var að leggja niður fvrir sér hvernig leiðin vfir Himalajafjöll og Tíbet mundi bezt farin, og' lýður Búddha liægast unninn, þá bar svo til einn dag, að dýr hljóp af skógi i veg fyrir njósnar- menn kansins í fjöllunum, áþekkt stórvöxnum hirti, grænt að lit, með tagl sem hestur og eitt liorn; það nam staðar á hæð einni gegnt mönnunum, leit á þá dökkum, kyrrum augum, tók til orða og mælti: „Segið drottni vðar að nú sé mál að snúa heim.“ Temúdjín var þegar hér kemur sögu maður hnig- inn að árum. Enginn maður, sem uppi hefur verið, átti í slóð sinni fleiri brenndar horgir og eydd lönd, og eng- inn hafði látið reisa stærri upptyppinga úr hauskúp- um í sporum sínum. Hann liafði þann sið að uppræta óvini sína. Þegar honum þótti mikið liggja við, eins og i höfuðborginni Barmidjan, þar sem sonarsonur lians féll í orrustu, skipaði hann svo fyrir að hvergi skyldi standa steinn yfir steini í horginni og' engu lífi þyrmt, hvorki manni, konu né barni, dýri né fugli. Hefur ekki uppi verið i heiminum voldugri konungur né viturri hershöfðingi en þessi mongólski hirðingi, uppsprottinn úr kjarrhæðum norðurs, þar sem vatnið í ánum er kalt og tært og straumhljóð þeirra kátt eins og litlar hjöllur.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.