Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 30
24
TÍMARIT MÁLS OG MENXINGAR
Þegar kaninum liafði verið skýrt frá dýrinu og hoð-
skap þess lét liann kalla fyrir sig Ivínverjann Han-Ló,
liinn vitrasta meðal ráðgjafa sinna, og spurði hann um
merkingu þessa fyrirburðar. Því svaraði ráðgjafinn
Han-Ló þannig:
„Þetta undursamlega dýr lieitir Kístúan. Hann mæl-
ir á allar þjóðtungur veraldarinnar. Hann ann lifandi
verum góðs og liryllir við vigaferlum. Hann hefur nú
birzt þér til varnaðar, herra. Er það ætlan mín að
þetta felist í orðum hans: þú ert maður hniginn að
árum, og' hefur starfað meira en allir konungar heims-
ins til samans; er nú komið mál til að þú hættir starfi
og snúir til átthaga þinna i hinum norðlægu kjarrhæð-
um, þar sem vatnið í ánum er kalt og tært og hljóð
þeirra kátt eins og litlar bjöllur.“
Þá hvessti stórkaninn augun á ráðgjafa sinn og spurði:
„Hvort ber þetta svo að skilja að ég eigi skammt ólif-
að og sé nú mál að snúa heim til að devja?“
Han-Ló svaraði: „Þú ert Temúdjin, stórkaninn, öld-
ungur himinsins og drottinn heimsins, og mun nafn
þitt lifa að eilífu — ef þjóðirnar fá lif.“
En Temúdjín sat lengi hug'si, miðlungi ánægður við
svör ráðgjafa síns og þóttist enn ókominn til botns í
ræðu dýrsins og sá fvrir sér ár mannsins, hvernig
þau eru þotin hjá með viðdvöl leiftursins. Og hann
tók til máls á ný:
„Han-Ló,“ sagði hann. „Ég er langþreyttur á lodd-
urum. En finnast hvergi á meðal vor sannir töframenn,
sem kunni þá list að búa mönnum fátíða drykki, nokkra
til óminnis, aðra til vizku og langlífis?"
Ráðgjafinn Han-Ló gekk burt til að spvrjast fvrir
um þetta og kom aftur innan stundar og sagði:
„Meðal fanganna eru tveir töframenn hafðir í hönd-
um, er annar vinur Krists, en hinn Múhameðs, og þykj-
ast háðir hafa til síns ágætis nokkuð, og kallaðir ginn-