Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 33
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR
27
sem aldrei hafði komið út úr sveit sinni, væri stofnað
í voða með því að láta hann ferðast vfir endilangan
heiminn, vfir þvert Ivínaveldi, yfir gresjur og hálendi
Mongólíu, sanda og eyðimerkur Miðasíu og liáfjöll Vest-
urasíu, yfir fjölda ríkja sem enn voru ekki að fullu
brotin undir vald Drekans, en svo nefndist merki kans-
ins, allt til Indushakka. Þótt vel væri á haldið mundi
slík ferð ekki takast á skemmri tíma en ári hvora leið.
Þar við hættist að það var alkunna að Sing-Sing-Hó
hafði látið lijá líða að sinna kalli voldugra konunga,
bæði útlendra og innlendra, þar á meðal konungi hins
kínverska Norðurríkis og konungi hins kínverska Suður-
rikis, báðum.
Þá sagði Temúdjin: „Konungur Norðurríkisins og kon-
ungur Suðurríkisins lúta háðir valdi Drekans og greiða
mér skatt. Hvorugur þeirra er maður til að veita meist-
aranum Sing-Sing-Hó þá vernd sem byrjar að veita slík-
um höfuðklerki. Og þótt hann hafi hyrgt þessum kon-
ungum ljós augna sinna mun hann vitja mín, Temúd-
jins, stórkansins.“
Síðan kallaði hann fyrir sig hinn kínverska ritara sinn
og sagði honum fyrir bréf það er hann sendi meistar-
anum Sing-Sing-Hó.
„Himinninn,“lét liann rita, „himinninn liefur litiðKína-
veldi vanþóknunaraugum sakir stórlætis konunganna
og bílífis þeirra. En eg er upprunninn úr hinum kjarr-
vöxnu hæðum í norðri, fæddur þar sem vatnið i ánum er
kalt og tært og straumhljóð þeirra kátt eins og litlar
bjöllur. Eg er hafinn yfir ástríður og þekki ekki óhóflegar
þarfir. Bílífi er mér viðurstyggð og' eg ástunda meðal-
hóf. Eg á aðeins eina huru og et einn rétt i mál. Eg et
sömu fæðu og klæðist sömu tötrum og hinir fátæku hirð-
ingjar minir. Eg álít þjóðirnar hörn mín og hef samúð
með vitrum mönnum eins og þeir væru hræður mínir.
Okkur kemur ævinlega ásamt í höfuðgreinum og vér
erum bundnir hverir öðrum í ást og virðingu. í hern-