Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 34
28 TÍMARIT MÁLS OG MENXIXGAR' aðarleiðöngrum fer eg ávallt í fararbroddi og í orustu mun eg ekki liafa sézt að baki lierjum mínum. Á sjö árum hefur mér lekizt að inna af hendi mikið starf, sem er i því falið að sameina veröldina í einu ríki. Mér A’irðist sem ekki liafi sézt svo víðlent ríki síðan í fornöld á dögum Húnakonunga. En miklu starfi fylgir mikil ábyrgð. Vér gerum bát og árar til þess að komasl yfir fljót. A sama hátt köllum vér til vor vitra menn og aðstoðarmenn lil að halda saman ríkinu. En það er erfitt að finna vitra menn sem kunna að stjórna ríki með voldugum konungi, einkum hefur mér gengið treglega að finna ráðgjafa sem væru menn til að skipa höfuðsætin: hið þriðja og liið níunda. Þó er nauðsyn- legast að kunna skil þess að auka við lífdaga sína svo ráð viturra manna verði ekki gefin voldugum konungi ófyrirsynju. Þess vegna gladdist hjarta mitt er eg hafði fyrst afspurn af þeim manni er kynni að hjálpa vold- ugasta konungi lieimsins. Þú ert lærðari i stjórnvizku og meiri í lögum en nokkur annar maður. Heilagleiki þinn er hafður að orðslcvið með þjóðum lieimsins. Þú lifir samkvæmt hinum ströngu lifsreglum fornvitring- anna og botn þekkingarinnar mun þér ekki ókunnur. Þú ert gæddur ómælisgáfum lieimsfrægra manna. Og þú veizt samsetning þess lífdrvkkjar sem spekingar Kínaveldis liafa einir fundið, og kenndur er við hið Eina. En þótt þú hafir nú belzti lengi dvalizt í klelta- skútum og snúið andliti þínu burl frá heiminum, mæna augu konunganna til þín; þjóðirnar kyssa klæðafald lærisveina þinna. Eg vissi að eftir stríðið í Kína hafð- ist þú enn við í Sjan-Tung, og' eg var ávallt að liugsa um þig. En ný stríð báru mig burt frá þér aftur. Hvað á eg að gera? Nú lig'gja milli okkar hreg'gbarin fjölí, gresjur og' eyðimerkur sem virðast ekki eiga sér sjón- liring, og nauðsynlegur starfi bægir mér frá því að ná í'undi þínum. Eg get aðeins stigið ofan úr hásæti mínn til að standa við lilið þína. Eg bef fastað og þvegið

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.