Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 35
TÍMARIT MÁLS OG MEXN'IXGAR 2!) líkania minn. Eg sendi nú ráðgjafa ininn, landa þinn Han-Ló, austur í heim til þín og mun hann fá þér hvern þann fararskjóta og' farartæki er þú kannt að óska og lieppilegast þykir á hverjum stað, úlfalda,hesta, uxa, vagna, hurðarstóla, sleða og háta, svo þú þurfir ekki að hræðast þessar tíu þúsund mílur sem liggja á milli okkar. Eg grátbæni þig að lireyfa þina lieilögu fætur í átt til min. Settu ekki fvrir þig sanda eyði- merkurinnar, þótt þeir virðist endalausir eru þeir það ekki. Hafðu miskunn með þjóðunum eins og hlut þeirra er komið, og líttu í góðvild til min, eg mun gerast þjónn þinn. Segðu aðeins eitt orð við mig og eg mun verða hamingjusamur. í þessu hréfi hef eg aðeins stuttlega sagt þér hug minn, og vona að þú skiljir livað eg er að fara. Eg trevsti því að þú, sem þekkir levndardóm hins Mikla Eina, munir telja skvldu þína að gera það sem rétt er.“ En um nóttina áður en leiðangurinn átti að leggja á stað, og allt var reiðubúið, varð Temúdjin enn ekki svefnsamt, og þegar skammt lifði nætur vakti hann tjaldþjón sinn og skipaði honmn að kalla ráðgjafann Han-Ló á sinn fund. „Han-Ló,“ sagði kaninn þurrum rómi i fvrstu skímu aftureldingarinnar. „Eg hef lievrt að i borginni Kinsæ i nánd Sjan-Tungs séu fegurstar hórur i ríki stórkans- ins. Taktu fimmtíu úlfalda og fimmtíu hesta i viðhót og færðu mér eina tvlft af þeim.“ Han-Ló lagði af stað i bitið með lest sína. Rúmu hálfu öðru ári síðar kom hraðhoði á fund stórkansins og færði honum svo látandi bréf: „Sing-Sing-Hó, ættaður frá Ya-Ó-En, hneigður fyrir hið Eina, hefur nýlega tekið við allra-hæstri fyrirskipan úr fjarska. Ég hlýt að játa fákunnáttu mína í öllum fræði- greinum, og mér hefur ekki lieldur tekizt að grann- skoða hið Eina. Og þótt frægð mín hafi borizt um mörg konungsriki stend ég ekki framar neinum og þekki ekki

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.