Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 40
34
TÍMARIT MÁLS OG MENMNGAR
„Sá sem dvelst með hinu Éina líður ekki undir lok,“
sagði meistarinn Sing-Sing-Hó.
„Margt lief ég heyrt frá sagt þessu meðali,“ sagði stór-
kaninn, „en fátt svo að mér hafi skilizt. Nú spyr ég
þig sem átt vald slikra töfra: hvert er eðli þess með-
als?“
„Hið Eina streymir burt og fjarlægist. Og úr fjarlægð-
inni nálgast það aftur. Það elur önn fjrrir öllu, en
hirðir ekki um að vera kallað drottinn. Allt sem lifir
hvílir á því. Allir lilutir lúla því.“
„Færir þú mér það?“ spurði kaninn. „Eða muntu
benda mér á staðinn þar sem ég' fái höndlað það?“
„Það er til vinstri handar,“ sagði meistarinn. „En það
er einnig til hægri handar.“
„Hverju líkist þá þetta meðal sem gerir sigurveg-
ara heimsins jafn máttugan í friði og hann var ósær-
anlegur í stríði?“
„Það er eins og vatn,“ sagði meistarinn.
Kaninn varð mjög hugsi, fitlaði lengi við skegg sitt
og leit út undan sér upp á meistarann, eins og hann
væri allt i einu sleginn ótta um að hann hefði farið
mannavillt.
„Eins og vatn,“ endurtók kaninn að lokum efunar-
fullur, „— bjart á vfirborðinu en myrkt í djúpinu?“
Meistarinn svaraði: „Hið Eina er ekki hjart að ofan
og það er ekki heldur myrkt í djúpinu. En það leitar
til þeirra staða sem liggja lágt.“
„Konungurinn leitar til þeirra staða, sem liggja hátt,“
sagði Temúdjín. „Er þá hið Eina andvigt konung-
um?“
„Hið Eina er ekki andvígt neinum. Þú nefndir það
töframeðal ód^uðleikans. En það er meira. Það er form
hins óskapta. Það er birting hins dulda. Það er leyndar-
dómur hins augljósa.“
„Eru þá álirif þess lik verkan drykkjarins kúmýs,
sem fæst úr gerjaðri kaplamjólk?“ spurði kaninn.