Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 52
46 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En livað sem þvi líður, mun vinnuaðferð lians, ekki síð- ui en innihald myndanna, fá mikið uppeldislegt gildi fyrir komandi kynslóðir íslenzkra málara, því af starfi hans getum við lœrt, hvers virði listræn bygging er, og einnig það, að veigamikil listaverk skapast ekki án mik- illar vinhu og sjálfsafneitunar. Sigurður Nordal: Díalektisk efnishyggja. I síðasta liefti þessa tímarits birti Björn Franzson (í sparnaðar skvni skannnstafa eg nafn hans B. F. hér á eftir) umsögn um nýútkomna hók eftir undirritaðan: I.if oc/ clauðci. Með því að mér virðist þessi umsögn þurfa nokkurra skýringa við, geri eg nú fáeinar atliuga- semdir við hana. Þær verða þvi miður lauslegar, þegar þess er gætt, hversu mikið og torvelt efni um er að ræða. En þær kunna samt að hvetja einhverja lesend- ur til þess að hugsa áfram um það upp á eigin spýtur. I. Þegar eg minnist alls þess, sem eg varð að láta van- sagt eða liálfsagt í áður nefndri bók, lái eg engum, þótt honum þyki hún gloppótt. Og sízt þarf eg um það að kvarta, að B. F. beri henni illa söguna. En í raun réttri er það ekki nema lítið brot bókarinnar, sem „snertir nokkurn streng í sálu lians“: það sem eg segi um efn- ishyggjuna og forvígismenn hennar. Og þó að hann viðurkenni, að eg hafi revnt að vera bæði sanngjarn og samvizkusamur, finnst bonum mér hafa orðið þar

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.