Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 55
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR 49 vera reikistjörnunnar Neptúns var sönnuð með álykt- u n af athugunum á gangi Úrans, áður en nokkur mað- ur liafði séð liana. A þessu stigi vissu menn, að Nep- tún var til, án þess að „þekkja“ hann. Enn eitt dæmi: Það má telja fullsannað, að fjarhrif og fjarskynjun eigi sér stað. En vísindin þekkja þessi fvrirbæri ekki enn þá, geta ekki skýrt, hvernig þau megi eiga sér stað. Eg er líka sannfærður um, að sanna mætti, að vitneskja fæst stundum um ókomna og vísindalega óútreiknan- lega hluti, t. d. ef safnað væri með nógu mikilli alúð og nákvæmni dæmum um drauma fyrir daglátum. En samt gæti liðið óralangt þangað til þelta vrði skýrt með mannlegri þekkingu, hugsanlegt að það vrði aldrei. — Hér verður að greina á milli þess að vita, að eitthvað eigi sér stað, og skilja það og þekkja. Og það á við um fleira af því, sem menn kalla þekkingu, en flesta grunar. — Vegna þess, að tilvera guðdóms er enn fjær því að vera „vísindalega sönnuð“ en tilvera annars líl's, skal eg minnast á það atriði. Ameríski lieimspekingur- inn William James, sem var allt í senn, maður skarp- skyggn, gætinn og hlevpidómalaus, liefur ritað bók um ýmsar tegundir trúarreynslu (Varieties of religious Ex- perience). Hann fer á vegum sálarfræðinnar svipaða braut og Leverrier (sem uppgötvaði tilveru Neptúns) á vegum stjörnufræðinnar. James þvkist í vissum teg- undum trúarrevnslu finna ábrif frá einhverju „meira“, einhverju X. En frekara vill hann ekki fullyrða. Á þetta „meira“ lítur liann sem guð eða guði í hlutfalli við mennina. Um niðurstöðu lians má vitanlega deila. En rannsóknaraðferð hans er mjög atliyglisverð, og fyrir það er ekki takandi, að eftir margar slíkar rannsókn- ir, sem bentu í sömu átt, mætti „segja með mikilli vissu“, að einhverjar æðri verur væru til, sem áhrifa gætti frá á mannlega tilveru. Þaðan væri samt langur vegur til þess að þekkja slík máttarvöld. 3) Það er alveg rangt, þegar B. F. segir, að eg hafi 4

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.