Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 59
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 53 konar líkama, — og þessar verur hefðu áhrif á mann- legt líf og hugsun, ef þau áhrif færu fram fyrir „milli- göngu“ efnis, líkt og t. d. ljóssveiflur berast? B. F. telur það á „misskilningi byggt“, þegar eg segi (29. bls.), „að efnið sé farið að nálgast það ískyggi- lega að vera andlegt, þó að benda megi á, að sumir eðlisfræðingar hafi sagt eitthvað svipað i misjafnlega mikilli alvöru“. Efnið „var engu andlegra á 19. öld en miðöldum, og eins er það sizt andlegra nú en á 19. öld“. Það skal fúslega játað, að eg notaði orðið „and- legur“ þarna í dálítið óákveðinni merkingu. En eg skal með dæmi skýra, hvað eg átti við. B. F. segir, að á miðöldum hafi menn litið á allt efni sem síheilan kökk. Á 19. öld varð það aðgreindar frumeindir. Nú er það orðið enn fingerðara, eins og B. F. hefur gert grein fvrir i Efnisheiminum, svo að hann getur jafnvel hor- ið upp þá spurningu, hvort efnið sé „til í raun og veru, sé það ekki annað en þéttindi í sviðinu hér og þar“ (138. bls.), — þótt hann svari henni játandi. Ef við liugsum um fyrirbæri eins og fjarskynjun, þá býst eg við, að hverjum nútímamanni muni vera það eðli- legast að skýra hana til orðna fyrir sveiflur efnis, sem eðlisfræðin liefur enn ekki náð tökum á að vega og kanna. A tímum loftskeyta og útvarps er það orðið mun auðveldara að liugsa sér sveiflur af einliverju tagi bera hugsanir frá mannsheila til mannsheila í mikilli fjar- lægð en ef „heilir kekkir“, þótt smáir væru, ættu að flytja þær um geiminn. Mín vegna væri guðvelkomið að snúa orðum mínum við og segja, að andinn væri farinn að nálgast efnið, það er að segja, að ýmislegt, sem menn með hinum eldri hugmyndum sínum um efnið hlutu að skýra sem ótengt þvi með öllu, sé nú unnt að hugsa sér fara fram í sambandi við efnis- sveiflur. Aðalatriðið er, að menn vegna einhæfrar trú- ar á of grófgert efni neiti ekki eða loki fyrir sér leið- um til þess að gera ráð fyrir ýmsum möguleikum í

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.