Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
59
urnar. Það er að vísu brýn nauðsyn að reyna allt af að
.greina skýrt milli þess sannaða og ósannaða. En ef eng-
inn þyrði að hugsa út yfir takmörk þess sannaða, þá
stæði þekkingin i stað. — Eg er fús til þess að fyrirgefa
B. F., þegar hann segir: „Efnishyggjumaðurinn er raun-
veruleikans maður, telur fánýtt að safna sér fjársjóð-
um á liimni“ — þótt i þessum sakleysislegu orðum sé
hæði fólgin ósannanleg skilgreining „raunveruleikans“
■og staðhæfing um fánýti „fjársjóða", sem hin díalekt-
iska efnishyggja ef til vill með tímanum verður að við-
urkenna, að til séu. En um leið vil eg mælast til þess,
að efnishyggjumenn, sem tala um andlega reynslu eins
og hlindur um lit, fari ekki svo út fyrir takmörk þekk-
ingar sinnar, að þeir afneiti henni sem sálcirlegum raun-
veruleika og jarðneskum fjársjóð.
6) Þegar menn greinir á, er það oft og einatt nauð-
synlegasta skilj'rði frjósamrar deilu, að þeir leiti ein-
hverra grundvallaratriða, sem þeir eru sammála um,
en einblíni ekki á ágreiningsatriðin. Þetta hefur B. F.
reynt að gera af sinni hálfu, og það vil eg líka reyna
af minni. Eg skal nefna tvö atriði i grein lians, sem eg
get alveg tekið undir: 1) „Miðaðu líferni þitt við það,
að þér heri að stuðla að því að skapa sem mesta ham-
ingju sem allra flestum með sem allra stytztum fresti“.
2) — að þjóðfélagið (stjórnmálin) eigi að stefna að því
að skapa „svigrúm hinu sannasta lýðræði og fullkomn-
nsta einstaklingsfrelsi, með takmarkalausum möguleik-
um til persónulegs þroska“. — Um leiðir og aðferðir
kunna skoðanir okkar að vera skiptar, en samt ekki
að öllu leyti eins og B. F. gefur í skvn. Þegar hann t. d.
heldur því fram, að stefna min sé einstaklingssinnuð,
en ekki samfélagssinnuð, vil eg minna hann á II kafla
5. erindis míns og það, sem hann sjálfur segir um lieil-
brigða eigingirni (239. hls.).
Þó að það sé persónuleg skoðun mín, að andleg
reynsla geti verið þekkingarleið i vissum skilningi, fer