Tímarit Máls og menningar

Volume

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 69
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 63-- vildi hætta að vera það, þótt hann ætti kost á því? Og, hvað um listirnar? Eiga þær rétt á að lifa, aðeins til dægradvalar, ef þær birta ékki leyndardóma tilver- unnar með einhverjum hætti, sem visindin ná ekki til? Platon vildi, eins og kunnugt er, ekki hafa nein skáld í framtíðarríki því, sem hann hugsaði sér. Það kom að vísu úr hörðustu átt, þar sem hann var sjálf- ur stórskáld og rit lians lifa engu síður vegna listar- g'ildis þeirra en speki. En það var rökrétt afleiðing af því að vilja reisa þjóðfélag á grundvelli skynsamlegr- ar hugsunar, sem skáldin einatt virðast trufla. Og skáld- in eru enn vandræðabörn í „skipulögðu“ þjóðfélagi, því að annaðhvort hættir þeim við að trufla skipu- lagningu liugarfarsins eða skipulagningunni við að kreista úr þeim allan anda í greip sinni. Ef við líturn á þá litlu reynslu, sem mannkynið á sínum stutta ferli hefur öðlazt um þroskaskiljæði lista og listamanna, og drögum ályktanir af henni, þá er ekki ástæðulaust að bera kvíðboga fyrir framtíð þeirra í sæluríki efnis- hyggjunnar. Eitt er það, að listamennirnir kynnu að vera allt of ánægðir með kjör sín, því að alkunnugt er, að þrá til einhvers, sem þeir hafa ekki handa á milli, er ein líftaug allrar listar. Nú á dögum þykir t. d. mörgum sá skáldskapur einn góð latína, sem stefnir að því að glæða samfélagshyggju og réttlætisþörf. En ekki geta skáldin haldið áfram með slíkt, þegar allt er full- lcomnað. Hitt er samt mest áhvggjuefni, að við fjölda hinna mestu listamanna eiga unimæli Mefistofelesar um Faust: Nicht irdiscli ist des Toren Trank und Speise (heimskinginn lætur sér ekki lvnda jarðneskan mat og drykk). Mest af hinni stórfelldustu tónlist er religiöst í eðli sínu, húsgerðarlistin hefur náð hámarki sínu í musterum og kirkjum, ljóðrænn skáldskapur er einatt runninn úr hugarástandi, sem er náskylt reynslu dul- sæismanna o. s. frv. Eg á hágt með að liugsa mér ann- að en allt af verði til menn, sem finna túlkun tilver-

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue: 1. tölublað (01.04.1941)
https://timarit.is/issue/380776

Link to this page: 63
https://timarit.is/page/6270820

Link to this article: Díalektísk efnishyggja.
https://timarit.is/gegnir/991006076209706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.04.1941)

Actions: