Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Qupperneq 74
68
TÍMABIT MÁLS OG MENNINGAB
valda sársauka eða kvölum. Og þegar svo er: hver get-
ur þá varið það fyrir samvizku sinni og fvrir framtið-
inni, sem vér eigum að standa reikningsskap allra gerða
vorra, að sitja aðgerðalaus og biða þess, sem verða
vill?
Nei, hér þarf að þrauthugsa ráð og framkvæma þau
— vaka og vinna og falla ekki í freistni.
Vér eigum auðvitað að reyna, svo sem unnt er, að
afstýra öllum þeim fjórum deildum, eða fjórum stig-
um, hættunnar, sem ég nefndi áðan. Það er sjálfsagt
að revna eftir mætti að vera við þvi húin að forða
eignum vorum og sjálfum oss, ef árás ber að höndum.
Það er sjálfsagt að gera það, sem unnt er, til þess að
vernda einstaklinga þjóðar vorrar frá spillingu og böli.
Því fremur þurfum vér þess, íslendingar, sem vér er-
um öðrum þjóðum fámennari um stór verk, og eigum
því meira undir mannsliðinu. Og það er sjálfsagt —
sjálfsagðast af öllu — að vér reynum af fremsta megni
að verja og vernda og efla sjálfstæði vort, þjóðmenn-
ingu og þjóðarmetnað. Og þar sem framtíð þjóðar vorr-
ar á mest undir þessu komið, og það er að ýmsu leyti
víðtækast, .vandamest og fjarlægast daglegu amstri voru
og matarstriti, virðist sjálfgefið, að að þvi eigum vér
að einheita hugum vorum og störfum fyrst og fremst. Oss
tjáir ekki að loka augum vorum fyrir því, að jafndreifðir
og vér erum, ósamtaka og ósamhuga, vinnum vér aldrei
þau stórvirki, sem vér vitum, að vér þyrftum að vinna.
Og riður því fremur á að gera sér ljóst, livar hættan
er mest og varnarþörfin hrýnust, og heita þangað kröft-
um vorum fyrst og fremst.
Enginn vor á meðal veit um það, hvað þjóð sú, sem
beitt hefur fjölmenni sínu og vopnavaldi til að her-
nema land vort að oss þvernauðugum og ganga á lielg-
an rétt vorn, ætlar sér um land vort, er styrjöldinni
siotar. Vér vitum það eitt, að hún hefur lieitið að skila
þá öllu, sem hún hefur frá oss tekið — og skilað verð-