Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Qupperneq 75
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 69 ur. Vér höfum enga heimild til — og oss getur jafnvel verið hættulegt — að rengja það heit. Og ég játa fús- lega, að ég er ekki mjög hræddur við það, að sú þjóð eða aðrar þjóðir ræni oss sjálfstæði voru með beinni valdtöku, kúgun eða vopnabeitingu. En ég er hræddur við annað: Ég er hræddur við það, að þessi öfluga og þrautþjálfaða valdaþjóð, sem nú á hér fjölmennt setu- lið, vinni að því gegn um þetta herlið sitt að lama þjóðarmetnað vorn, þjóðarvitund og sjálfstæðisvilja, þjóðrækni vora og erfðamenningu, málkennd vora og andúð vora á erlendri íhlutun um liag vorn. Vinni að því að strjúka ósköp hægt og rólega af einstakling- unum, sem allir sameinaðir mvnda þjóð vora, þessi misjafnlega djúpstæðu einkenni, sem láta þá vera ís- lendinga. Ég vil ekki segja, að Jón boli geri þetta vís- vitandi, af stjórnkænsku og ráðnum hug. Um það er hvorttveggja til, eftir því hve þýðingarmikinn eða -lít- inn hann telur hólmann vorn vera í refskák stórveld- anna um yfirráð landa og auðlinda. Þetta getur alveg eins og ósjálfrátt, af þrauttaminni brezkri háttlagni. En það er oss hérumbil jafnhættulegt, hvort sem það er meira eða minna eða ekki hugsað. Og það er þessi hætta á hernámi hugarfarsins, sem ég er sannfærður um, að oss her fyrst og fremst að sjá við og einbeita oss gegn. Og þá verður vitaskuld einkum að beita sér gegn þessari andlegu hernámsliættu, þar sem hún er mest, áhrifarikust og seilist lengst til fanga inn i fram- tíðina, en varnir eru veikastar fjTÍr. Og hvar er það? Getum vér velkzt í vafa um það? Ég er fyrir mitt leyti efalaus um það, að nú um sinn stafar íslandi, þjóðmenningu þess og andlegu og stjórn- arfarslegu sjálfstæði, af engu jafn-ægileg hætta og því, sem ég leyfi mér að nefna hernám barnshugans. Börnin eru framtið þjóðar vorrar. Þau eiga að „erfa landið“ með kostum þess og göllum, máli þess, menn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.