Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 79
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR 73 Eða allur almenningur, háttvirtir kjósendur í land- inu — kynslóðin, sem fann ísland verða fullvalda riki fyrir 23 árum, liefur byggt það og hætt og auðgað meira en nokkur kynslóð á undan henni, og hefur nú örlagaþræði þess í greipum sér. Getur þessi kynslóð horft aðgerðalítil og kærulaus á kynslóðina, senj kem- ur á eftir lienni, spillast og afmenntast og verða minni íslendingar en efni standa til, meðan liægt er að girða fyrir það? Geta foreldrarnir horft á sálir barna sinna og sæmd dætra sinna verða að lierfangi, án þess að fylkja liði til varnar? Eða verður Islands óhamingju allt að vopni — lika skejdingarleysi þjóðar þess um það, sem hún á lielgast og dýrast? Sú liætta, sem þjóð vor er stödd í, getur hvorttveggja: orðið henni til böls og tortímingar, eða til aukins þroska og blessunar. Það veltur sennilega á engu jafn- mikið og sjálfum oss — ef til vill á engu nema sjálf- um oss — hvort heldur verður. Það veltur á því, hvern- ig vér mætum hættunni — hvort vér sofum á verðin- um, eða vitum hlutverk vort og breytum samkvæmt því. „Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim“. Umsagnir um bækur: Gunnar Gunnarsson: Heiðaharmur. Menningar og fræðslu- samband alþýðu. Reykjavík 1940. Margir bókavinir munu hafa beðið þessarar bókar með tals- verðri eftirvæntingu af fleiri en einni ástæðu: Það mun ekkert ofmælt, þó sagt sé, að höfundur hennar hafi verið nú um all- mörg undanfarin ár einna þekktastur allra íslenzkra rithöfunda úti um heim, auk þess sem hann hefur verið meðal vinsælustu og mest lesnu skálda á Norðurlöndum. Og þó einnig verði að

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.