Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Qupperneq 80
74 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kannast við, að íslendingar sjálfir hafi sýnt honum merkilegl fálæti og allt of litið kunnað að meta gildi hans alllengi fyrst framan af, þá hefur brugðið mjög til hins betra um það nú síðustu árin, og munu jieir nú fáir, sem vilja ekki unna honum sannmælis og fullrar viðurkenningar á verkum hans. Þetta er út af fyrir sig ærið nóg til þess, að menn nú geti tekið verki frá hans hendi með fögnuði. En einnig af öðrum ástæðum má telja útkomu þessarar bókar til merkisviðburða í bókmenntalífi þjóðarinnar: Þetta mun vera fyrsta bókin, sem Gunnar Gunnars- son hefur frumsamið á íslenzka tungu um mjög langt skeið — eða síðan hann var barn að aldri og lítt kominn til þroska sem listamaður móts við það, er síðar varð. Og hún er fyrsta nýja bókin, sem frá lionum kemur, síðan hann kom heim aftur til ættlandsins, með hinn langa og glæsilega bókmenntaferil að haki sér erlendis. Það mun þvi verða litið á bókina sem tákn tima- móta i sögu skáldsins, sem eins konar heimkomuóð til feðra- hyggðanna, sem hann nú heilsar á ný og vottar sonarlega holl- ustu á tungu feðra sinna. Val yrkisefnisins og meðferð þess sýnir ekki einungis sonar- ást og ræktarsemi til þessara byggða, heldur lika djúptækan skiln- ing á fábreytilegu lífi og baráttu þess fólks, sem kynslóð eftir kynslóð, öld fram af öld hefur háð þögult strið við náttúruöfl- in og haldið hyggðinni við, og á hinum jafn þögla en þunga harmi, sem þjáir síðustu kynslóðina, sem staðföst reynist í bar- óltunni, jiegar hún sér þá næstu hopa undan sandfokinu og ösku- regninu og leita til Ameríku eða annarra hinna fyrirheitnu landa, sem virðast benda lienni til blíðari lifskjara — þegar luin sér býlunum fækka, túnblettina fara í órækt, engjar og beitilönd eyðast og verða örfoka. En þrátt fyrir allt er hér ekki einungis harmur yfir lieiðabyggð, sem er að eyðast, heldur líka harmbót: Það eru alltaf ein- hverjir, sem herða tökin, svo að knúarnir hvitna við hverja raun, alltaf einhverjir, sem standa fast báðum fótum á arfleifð feðranna og bjóða fram hrjóstið í hinni sífellt áframhaldandi haráttu, þegar aðrir snúa við baki og flýja. — Það er saga ís- lenzkra hyggða — íslenzkrar alþýðu — um aldir: Harmsaga — en hetjusaga jafnframt .... Heiðin hefur fóstrað ósvikinn málm islenzks ætternis: Höfð- ingja i kotungskufli; hrjúfa hið ytra, en með næga hlýju í hjarta, hjálpfýsi og fórnarlund, án stórra orða eða yfirlætisfullra at- hafna. Konur og menn, sem elska og sakna, en lika kunna að grípa tækifærið til þess að njóta og gleðjast, til þess að sýna þakklæti og hluttekningu, æðrulaust fólk, en oft beggja blands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.