Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 83
TÍMARIT MÁLS OG MENNIN'GAR
77
styggð. Það var næstum því eitthvað dularfullt við hann, sem
vakti hrylling, og það, í sambandi við meðaumkunina, gerði það
að verkum, að ímyndunarafl alþýðunnar reyndi að finna eins
konar afsakanir fyrir ómennið. — Jafnvel, meðan hann var enn
á lífi, mynduðust kynjasögur um hann, sögur, sem hann sjálfur
jók, gerði sér hagnað af: Hann liafði móðgað huldufólk í æsku
og þess vegna orðið ólánsmaður, hann hafði orðið fyrir bölhæn-
um eða álögum, einhver meinþrungin utanaðkomandi örlög höfðu
varpað steini ógæfunnar í götu hans, svo að hann fékk ekki rönd
við reist. Menn urðu að sætta sig við hann, eins og við um-
skiptinginn eða uppvakninginn, en í raun og veru breytti þetta
uð engu leyti afstöðunni til hans. Auðveldast var að gefa skýr-
ingu á þeim, sem augsýnilega voru fávitar eða vitfirrtir að meira
eða minna leyti — Fáráðlingurinn var „Guðs-volaður“, vitfirr-
ingurinn var það stundum líka, ef ástand hans var þá ekki að
kenna drauga-ásókn eða einhverju þvi um liku. Meðaumkunin
með þeim, sem þannig voru volaðir, var oft — jafnvel oftast —
viðbjóðnum yfirsterkari. — Sama var að segja um þá, sem voru
líkamlega fatlaðir. —
„Engum er alls varnað“, segir máltækið, þó átti það nú naum-
ast við um alla flakkara. Sumir flakkarar höfðu þó yfirburði í
einhverju. Stundum voru það þó sennilega ímyndaðir yfirburð-
ir, en það var allajafna nægilegt til þess, að þeir héldu þeim
sjálfir fram, gerðu sér af þeim eins konar gerfi, sem þeir koniu
fram í, og þá kom það alloft fyrir, að til viðbótar við aðrar
tilfinningar alþýðumanna gagnvart þeim, myndaðist viss aðdá-
un. — Stundum tókst þeim jafnvel að festa í hugum manna eins
konar trú á mikihnennsku, sem þó ávallt hafði jiann stóra ann-
marka, að hún kom engum að gagni — ekki einu sinni mikil-
menninu sjálfu.
Vissulega væri það alger misskilningur á þvi þjóðfélagsfyrir-
brigði, sem flakkararnir voru fyrr á timum, ef við héldum, að
þeir hafi verið afburðamenn, sem samtíðin misskildi og gerði
að ræflum, jafnvel þó stundum hefði getað orðið annað og meira
úr þeim, ef jieir hefðu haft tækifæri þau, er nú bjóðast. — En
hitt er víst, að sumir þessara manna urðu hreinir meistarar i
sjálfsblekkingu og lífslygi. — Slík fyrirbrigði eru reyndar ávallt
til: „En bruger brændevin og en anden bruger lögne“, segir
Ibsen, og það sannast alltaf um þá, sem hafa ekki andlegan
þrótt til að viðurkenna sannleikann, þegar hann kemur illa við
þá sjálfa, horfast í augu við erfiðleikana, sem oftar eru innra
eðlis en ytra, og sigrast á sinni eigin ómennsku.
Eftir þeim sögum að dæma, sem i ungdæmi mínu gengu um