Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 86
80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Gunnar Benediktsson: Sóknin mikla. Víkingsútgáfan 1940.
Fáar bækur síðasta árs gengu eins vel út og Sóknin mikla eft-
ir séra Gunnar Benediktsson. Það er iika skemmtileg bók. Hún
segir í góðlátlegu gamni, og þó djúpri alvöru, frá skrípalátum
þeim, sem komið var á stað hér í fyrra, þegar mönnum var skip-
að að vera Finnlendingar á íslandi um skeið. Gunnar er raun-
ar meiri sálusorgari en ádeilumaður, hann talar af klerklegu
umburðarlyndi um menn, sem hann hlýtur þó að álíta meira
en meðal-helvitis-börn, líkt og hann missi aldrei vonina um, að
einhvern tíma kunni þeir þó að gera eða segja eitthvað, sem muni
forða þeim frá eilifum kvölum. Og þar sem venjulegt kristið
fólk sér aðeins fyrirfram útskúfaðar sálir, menn, sem láta kaupa
sig fyrir fimmtíu króna mánaðarhækkun á bitlingi til hvaða
verks sem er, þar greinir Gunnar með rólegri íhugun sálusorg-
arans rök eymdarinnar, útskýrir sálarlíf þeirra allt frá rótum,
unz maður er reiðubúinn að fyrirgefa þeim; eða að minnsta
kosti tekur maður ekki alit of mikið marlc á þeim, eftir að
Gunnar hefur veitt þeim skriftir. Samt er það svo, að þótt Gunn-
ar Benediktsson virðist í fljótu bragði vera með kærleiksbros
á vör að klóra vinum sínum bakið við iítilsháttar óværu, þá
veit maður stundum ekki fyrri til en skriftabörn hans Ijósta upp
ópi miklu og emjan, og það er kannski ekki alveg laust við,
að sumir séu ofurlítið lilóðrisa á hryggnum, þegar sálusorgunin
er á enda.
Já, mikið er Sóknin mikla skemmtileg og aðlaðandi bók, og
gaman að rifja upp aftur írafárið i hitteðfyrra, þegar yfirvöld
landsins bönnuðu íslendingum að minnast fullveldisafmælisins
1. desember og neyddu stúdenta til að fresta sjálfstæðisfylleri-
inu í 24 klukkustundir, og nörruðu saklaus sveitakvenfélög til
að halda dansleiki og bögglakvöld fyrir hinn illræmda rússneska
keisaragenerál, Mannerheim.
Það voru dýrlegir timar fyrir spottara. Sjaldan hafa útlend-
ingar logið af annarri eins ástriðu að íslendingum eins og
fréttastofur heimsvaldasinna og auðkýfinga lugu í sambandi
við hina finsk-rússnesku deilu, og eru um það mörg minnisverð
dæmi. En mjög sakna ég í Sókninni miklu einnar skemmtileg-
ustu frásagnarinnar af bardagaaðferðum Rauða hersins í viður-
eigninni við Mannerheimliðið, og má lnin fyrir engan mun gleym-
ast í annarri útgáfu bókarinnar. Það var sagan, sem Finnlend-
ingurinn Yoristo flutti Reykvikingum i fyrirlestri hjá Norræna
félaginu hér á siðastliðnum vetri. Þegar þessi prýðilegi sjómað-
ui hafði skýrt frá hinum fjallháu bryndrekum, sem Rauði her-
inn hefði notað, þegar hann brauzt inn í Mannerheimlínuna,