Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Síða 87
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR 81 gleymdi hann nefnilega ekki að bæta því við, að á undan drek- um þessum hefðu Rússar látið pólskar konur ganga, bryndrek- unum til hlífðar. (Þótt undarlegt megi virðast, rámkuðu ýmsir góðir menn fyrst við sér, eftir meira en árlangan finnagaldur, er þeir lásu endursögn af fyrirlestri þessa „sjónarvottar“ i bæj- arblöðunum, og hugsuðu sem svo, að vel mætti vera, að íslend- ingar væru heimskingjar í kokviðara lagi, en þó kynni að vera ofrausn að ætla að gæða okkur á svo saklausum ævintýrum um tuttugustu-aldar-hernað. — Fornmenn mundu hafa sagt um hin- ar pólsku konur, sem voru látnar labba á undan bryndrekun- um: „Eigi munu þat fagrar konur verit hafa, er þar fóru. Munu þat þær konur einar verit hafa, er vér hirðum aldrei, hvar fóru.“) Þess er þó ekki að dyljast um bók Gunnars, að henni er skorinn stakkur í þrengsta lagi. Hún skýrir frá „mannerheim- línunni" hér innanlands, og rekur nokkra þáttu úr lífi og sál Mannerheimdýrkendanna íslenzku, en skilur lesandann eftir litt fróðari um þá erlendu atburði, sem endurspegluðust i írafárinu hér heima: um Mannerheim sjálfan og þann málstað, sem Mann- crheimlínan svokallaða táknaði á alþjóðlega vísu; og um þær „hugsjónir", svo fjarri hagsmunum og heiðri finnsku þjóðarinnar, sem voru varðar á hinum dýru víggirðingum Kyrjálaeiðisins — og guldu þar, sem von var, hið ferlegasta afhroð. H. K. L. Steinn Steinarr: Spor í sandi. Ljóð. Vikingsútgáfan, Reykjavík 1940. Af allri þekktri starfsemi er einna minnst iþrótt að yrkja ljóðræn kvæði á íslenzku nú á dögum. Sá íslendingur, leikur eða lærður, er varla til, að hann geti ekki ort lýtalaust ljóðræn kvæði eftir vild. Ljóðrænn kveðskapur íslenzkur er á tuttug- ustu öld sams konar rennsli í föstum farvegi og sálmakveð- skapur eða rímur voru áður fyrri, — tungan er í nokkrar kyn- slóðir vanin á einu sviði, unz hún er orðin þar sjálfvirk: hug- myndir og yrkisefni föst, blærinn fyrirfram ákveðinn og ævin- lega samur, orðin yrkja sig sjálf, starf „skáldsins" er að skrúfa frá nokkurs konar krana; og oft er rennslið þeim mun jafn- ara og misfellulausara sem maðurinn við kranann er hugsun- arlausari og sljórri. Þvi meira allra-meðfæri sem „list“ þessi verður, þeim mun sjaldgæfara að hitta skáld. Þótt markmiðið sé rómantísk dýrk- un tilfinninganna, eru mannlegar tilfinningar hefðbundnum skáldskap venjulega allfjarri, þvi miður. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.