Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 91
TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR
85
flutninga héðan til nýja heimsins á síðustu öld. Sem dæmi um
nauðsyn vesturflutninga á 19. öld greinir höf. m. a. þann at-
hurð, að „sunnudaginn fyrir jól“ árið 1311 hafi Sturla nokkur
Arngrímsson í Skaftafellssýslu séð lilaup stefna á bæ sinn úr.
Kötlu, og hafi hann þá „gripið ungbarn sitt úr baðstofu og
stokkið með það upp á garð, sem hlaðinn var kring um bæinn.“
í því kom flóðið æðandi og tók jaki Sturlu með sér, ásamt
barninu, út á sjó, og rak síðan austur með landi í nokkra daga,
unz hann lenti á Meðallandsfjörum. „Til þess að lialda harninu
lifandi skar hann geirvörtur af brjósti sér og lét það sjúga blóð
sitt, en sjálfur var hann matarlaus þennan tíma. Hvorugu varð
meint af þessu ferðalagi,“ bætir höf. síðan við. Annað dæmi um
orsakir til vesturflutninga á 19. öld er það, að stúlka ein og
liundur með henni urðu á 14. öld undir sandi og vikri, sem
lagðist yfir „fiskiklefa“ um haust, og björguðust ekki fyrr en
um vorið. Þegar stúlkan bjargaðist, var hún þó ekki „ver að
sér“ en svo, segir höf., „að hún vissi hvaða mánaðardagur var.“
Það er undarlegt fyrirbrigði að sjá skrifað um fólksflutninga
frá Evrópu til nýja heimsins í sama stíl og ef sveitaprókúristi
væri að skrifa vörn i glæpamáli. Yfirleitt er engin ástæða til
að rita bækur til afsökunar útflutningi manna af Evrópulönd-
um til Ameriku, og þá ekki fremur af íslandi en öðrum lönd-
um. Útflutningur Evrópumanna til nýja heimsins á síðustu öld-
um á sér þekktar orsakir, sem allar eru of náttúrlegar til þess,
að í þeim felist „sök“ á hendur nokkrum, fremur en t. d. tróp-
ismanum i dýraríkinu. Óáran, slysfarir, náttúruskaðar og hung-
ursneyð er ekki heldur sérstaklega íslenzkt fyrirbrigði, en hef-
ur verið fylgja mannkynsins frá alda öðli í hverju landi, og
leikið flest Iönd harðar en ísland, að minnsta kosti vorum vér
lausir við styrjaldir og afleiðingar þeirra. Og það er líka mis-
skilningur, að lönd Vesturálfunnar séu nokkur undantekning frá
öðrum löndum um þetta, náttúruskaðar á íslandi eru meira að
segja liégómlegir i samanburði við þau firn, sem að jafnaði
dynja yfir Vesturálfu, bæði náttúruskaðar, svo sem flóð, hvirf-
ilbyljir, jarðskjálftar, skrælnun og eyðing landa, og þjóðfélags-
mein, svo sem uppflosnun og hungursneyð meðal bænda, krepp-
ur, atvinnuleysi, eymd, styrjaldir og aðrar yfirþyrmingar. Það,
sem tók við íslenzkum útflytjendum í Kanada var enda sizt betra
en kjörin, sem menn höfðu átt við að búa hér heima, i mörg-
um, líklega flestum tilfellum, langtum verra lif. Og þau lífskjör,
sem islenzk nútimakynslóð á við að búa i heimalandi sínu, eru
yfirleitt betri en það lif, sem menn lifa í Kanada, svo sú kenn-
ing, að þegar menn fluttu af íslandi til Kanada, hafi þeir flutzt