Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 14
116 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR alla menn og konur í frönskum löndum, sem hafa gengið lil fylgdar við mig. I náinni samvinnu við baudamenn vora, sem liafa lýst yfir vilja sínum, að hjálpa til að endurreisa sjálfstæði og forna frægð Frakklands, viljum vér verja frönsk lönd og eignir, er vér enn ráðum yfir, ráðast á óvin- ina, hvar sem þess gefst kostur og beita öllum vorum kröftum, hernaðarlegum, fjárhagslegum og siðferðislegum til þess að viðhalda lögum og rétti og efla réttlætið. Starf þetta leysum vér af höndum fyrir Frakkland með góðri samvizku um, að vér þjónum því vel, og í fullvissu um að vinna sigur“. Þá voru gefnar út tvær tilskipanir, önnur um innsetn- ingu nýju ráðherranna, hin þess efnis, að framkvæmda- valdinu í öllum löndum undir yfirráðum Frjálsra Frakka skuli beitt á grundvelli franskra laga fyrir vopnahlés- samningana 23. júní 1940. Sumir kunna að undrast, að einungis einn þriðji hluti franskra nýlendna, sem eru þó utan valdasvæðis óvinar- ms, skuli liafa risið upp til varnarbaráttunnar. En þá gæta þeir ekki að tveim veigamiklum atriðum. Hið fyrra er þátttaka Petains marskálks, er tókst á hendur forustu stjórnarinnar í Vicliy. Að undanskildum nokkrum gagn- kunnugum, báru Frakkar, hvort sem þeir voru búsettir í heimalandinu eða nýlendunum, fyllsta traust til þessa her- foringja, sem þegar í lifanda lifi var orðinn þjóðsagna- lietja. Og nú þegar hin fádæma ógæfa dundi yfir Frakk- land, lá nærri sú hugsun að líta á hann sem hinn mikla verndara. Fólkið safnaðist um hann af frumstæðri eðlis- hvöt eins og ættarhöfðingja eða landsföður. En þessi dáði landsfaðir liafði hátiðlega lýst yfir því, að framhald stríðsins væri gagnslaust, og þess vegna væri öllum skylt að fylgja honum í þeirri viðleitni að koma á „heiðarleg- um friði“, og það sem hér skiptir mestu máli, i því skyni „að varðveita nýlendurikið“. De Gaulle hershöfðingi hélt þvi að visu fram, að skyldan biði að rísa til varnar, en það er vist, að áskoranir þessa unga foringja, er flestum var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.