Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 45
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
147
standa vfir, festa búlausir fjárplógsmenn í jörSum lands-
ins meira eða minna verðlaust reiSufé sitt, og má sjá
bændur i nágrenni landbúnaSarmarkaðarins ganga frá
jörðum sínum og afhenda ]iær „með ágóða“ bröskurum og
öðrum landníðingum, sem láta þær siðan falla í órækl og
auðn, meðan baklúnir einyrkjar í fjarsveitum, gamal-
sligaðir undan kaupum á jörð, eru að basla við að fram-
fleyta þrem, fjórum kúm til að geta selt nokkra
litra af mjólk, sem siðan er fremur kálfasupl en manna-
matur, þegar búið er að kjótla henni á markað; og
loks viðgengst sú ósvinna, að sérhver kynslóð vinnandi
bænda skuli þurfa að kaupa þá jöi’ð, sem þeir erja, kaupa
fsland upp aftur og aftur endalaust, og verða að standa
meginhluta beztu ára sinna í því að borga það — og eiga
það þó aldrei, nema í spotti. Þannig mætti lengi telja.
En þótt nokkur vandkvæði kunni að vera á því að
tryggja búandi mönnum á íslandi ókevpis afnot landsins
um aldur og ævi með einum pennadrætti, eins og gert var
til dæmis í Rússlandi með „Tilskipuninni um jörðina“,
sem Lenin gaf út liinn 8. nóvember 1917, eru þó áuðfram-
kvæmilegar ýmsar ráðstafanir til að nýta landið betur í
þágu landsfólksins en nú er gert.
Stefna heimsins miðar nú öll í þá átt að hverfa frá sér-
eign og einkaauðvaldi til samnýtingarskipulags og sam-
virkra hátla, og er styrjöld sú, er nú geisar, undanfari alda-
hvarfa í skipulagsefnum. Það er auðvelt að vitna þessu til
sönnunar í ummæli helzlu ábrifamanna í stjórnmálum
beimsins, ekki síður þeirra, sem liingað til bafa verið kall-
aðir íbaldsmenn en liinna frjálslyndari manna. Og sérstak-
lega athyglisvert er það, að jafnvel í binu mesta íhalds-
landi, Bretlandi, eru háværar raddir uppi meðal þeirra
afla, sem þar bafa verið talin einna afturbaldssömust,
eins og t. d. ensku kirkjunnar, að séreignarrétt jarðar eigi
að afnema, og liafa nokkrir höfuðbiskupar Englands-
kirkju gerzt talsmenn þeirrar skoðunar og rökstutt liana
í ræðu og riti. Er þetta þeim mun merkilegra, sem kirkjan