Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 48
150 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR berja höfðinu við steininn. En ég fæ, sem sagt, ekki séð, að rök liggi til þess, að unnt sé að berjast fyrir samyrkju- búskap með ráðstjórnarsniði fyrr en samtímis því, sem liið sósíalistiska hagkerfi verður innleitt á íslandi. Sömuleiðis, þótt af annarri ástæðu sé, hygg ég að mönn- um, og þó einkum samvinnumönnum í þess orðs fyllsta skilningi, beri að gjalda varhuga við stofnun búreksturs á samvinnugrundvelli, samvinnubyggða, eins og suma „róttækari“ Framsóknarmenn hefur stundum dreymt um á prenti. í venjulegu „frjálslyndu“ auðvaldsþjóðfélagi er vitaskuld ekkert því til fyrirstöðu, að búskapur sé rekinn með samvinnufyrirkomulagi, fremur en t. d. skip eða verk - smiðja. En í reyndinni verður lítill munur á slíkum rekstri og hlutafélagi. Gangi reksturinn að óskum, eru samvinnu- mennirnir innan skamms orðnir félagseigendur gildra sjóða, með óhjákvæmilega tilhneigingu til að setjast í helg- an stein og klippa arðmiða; samvinnuútgerðin Grím- ur í Borgarnesi er sigilt dæmi um þetta, en þar vökn- uðu samvinnumennirnir einn góðan veðurdag við það, að samvinnufélag þeirra var orðið kapítalistiskt gróðafélag, meira að segja samkvæmt liæstaréttardómi! En gangi reksturinn í ólestri og félagið safnar skuldum og verður gjaldþrota, er bent á fordæmið af afturhaldsmönnum sem dauðadóm vfir allri samvinnu. Aftur á móti ber nauðsyn til, að fjármagni ríkis og banka sé beint til stórra landbúnaðarfyrirtækja, ríkisbúa, bæjarbúa, héraðsbúa eða félagsbúa, sem rekin eru með hagfræðilegu skipulagi, nútímastóriðjutækni og á vísinda- legum jarðvrkjugrundvelli og peningsræktar. Alþingi verður að skipa nefnd fróðra, liagsýnna manna, og að sama skapi viðsýnna, til rannsóknar á því, hvernig landbúnaður verður haganlegast og nytsamlegast rekirin fyrir þjóðarheildina, og gera hið fyrsta ráðstafanir til endurskipunar þessa atvinnuvegar á nýjum grundvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.