Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 48
150 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR berja höfðinu við steininn. En ég fæ, sem sagt, ekki séð, að rök liggi til þess, að unnt sé að berjast fyrir samyrkju- búskap með ráðstjórnarsniði fyrr en samtímis því, sem liið sósíalistiska hagkerfi verður innleitt á íslandi. Sömuleiðis, þótt af annarri ástæðu sé, hygg ég að mönn- um, og þó einkum samvinnumönnum í þess orðs fyllsta skilningi, beri að gjalda varhuga við stofnun búreksturs á samvinnugrundvelli, samvinnubyggða, eins og suma „róttækari“ Framsóknarmenn hefur stundum dreymt um á prenti. í venjulegu „frjálslyndu“ auðvaldsþjóðfélagi er vitaskuld ekkert því til fyrirstöðu, að búskapur sé rekinn með samvinnufyrirkomulagi, fremur en t. d. skip eða verk - smiðja. En í reyndinni verður lítill munur á slíkum rekstri og hlutafélagi. Gangi reksturinn að óskum, eru samvinnu- mennirnir innan skamms orðnir félagseigendur gildra sjóða, með óhjákvæmilega tilhneigingu til að setjast í helg- an stein og klippa arðmiða; samvinnuútgerðin Grím- ur í Borgarnesi er sigilt dæmi um þetta, en þar vökn- uðu samvinnumennirnir einn góðan veðurdag við það, að samvinnufélag þeirra var orðið kapítalistiskt gróðafélag, meira að segja samkvæmt liæstaréttardómi! En gangi reksturinn í ólestri og félagið safnar skuldum og verður gjaldþrota, er bent á fordæmið af afturhaldsmönnum sem dauðadóm vfir allri samvinnu. Aftur á móti ber nauðsyn til, að fjármagni ríkis og banka sé beint til stórra landbúnaðarfyrirtækja, ríkisbúa, bæjarbúa, héraðsbúa eða félagsbúa, sem rekin eru með hagfræðilegu skipulagi, nútímastóriðjutækni og á vísinda- legum jarðvrkjugrundvelli og peningsræktar. Alþingi verður að skipa nefnd fróðra, liagsýnna manna, og að sama skapi viðsýnna, til rannsóknar á því, hvernig landbúnaður verður haganlegast og nytsamlegast rekirin fyrir þjóðarheildina, og gera hið fyrsta ráðstafanir til endurskipunar þessa atvinnuvegar á nýjum grundvelli.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.