Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 6
108 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAB unnið. Honum hefur því fyrirgefizt ýmislegt, sem enginn annar málari hefði getað leyft sér án þess að fá þungar átölur. Og einrœnn hefur Ivjarval orðið á margan liátt. Við það hafa sér- kenni hans að visu skýrzt og mótazt, en frumleiksgáfa og and- leg frjósemi her skarðari hlut. Siðustu árin hefur íslenzk náttúra heillað svo þennan snilling okkar, að varla komast að lijá honum önnur viðfangsefni. Og sýningin í liaust ber þess sérstaklega merki, að Kjarval er geng- inn náttúrunni á hönd, í lotningarfullri dýrkun á fegurð henn- ar og í feimni við að hreyta stafkrók í lögmálsbók hennar. Flest- ar myndirnar voru landslagsmyndir, einkum frá Þingvöllum. Höfuðviðfangsefnið er litbrigði lands og gróðurs eftir órstíð- um eða svipbreytingum dags og nætur. Viðhorfið er natúralist- ískt, ákveðið af fyrirmyndinni sjálfri. En fyrirmyndin er lik á ýmsum málverkunum: landslag Þingvalla með liraungróðri, gjám og mosa, og fjöllum i baksýn. En svipaða fyrirmyndin tekur ótal hlæbrigðum i litum og stemningu. Kjarval málar i skyndihrifn- ingu, á valdi náttúrustemninga. Hver litbrigði orka á hug lians, blær yfir fjöllunum, litalif gróðursins, glitvefnaður hrauns og bergs, speglanir í vatni, hávær, fagnandi dýrðarbirta vorsins. Þessa ytri litfegurð túlkar Kjarval af frábærri leikni, og bregð- ur víða frá viðhorfi natúralistans yfir í rómantískan blæ og í einstaka myndum yfir i dulræna sýn, þar sem raunsæjum og jafnframt listrænum sjónarmiðum sleppir. Líf og blæmýkt lit- anna er höfuðsérkennið. Beztur er Kjarval, þar sem ímyndunar- gáfa hans nýtur sin innan glöggra raunsærra takmarka. í ýms- um Þingvallamyndum sínum hefur Kjarval uppgötvað mörg feg- urðarsérkenni íslenzks landslags. í nýrri myndunum er þó ekki jafn ferskt persónulegt viðhorf, ekki sami skapandi mátturinn og áður, lieldur auðveldari leikni, smámunalegri útfærsla, meiri fegrunarhneigð. Að vísu mun skaparinn hafa fátt gert fegurra en Þingvöll. En náttúrufegurð Þingvallar, eins og allir geta séð hana, þótt enginn geti fest hana á léreft eins og Kjarval, er samt ekki það, sem við sækjumst mest eftir að sjá í málverkum lista- mannsins. Við spyrjum eftir skaparanum Kjarval, ímyndunar- gáfu hans, innsýn og mætti, ón þess þó að óska eftir ótakmörk- uðu frjálsræði lians eða kalla á álfa út úr hjörgum. Listamanns- ins er ekki að taka sér til of náinnar fyrirmyndar það, sem guð liefur gert, hvað fagurt sem það er, heldur tekur hann sér sjálfur vald hins almáttuga. Hvað varðar hann um hringi fjalla og drætti landslags að fylgja þeim út i æsar? Honum er leyfi- legt að hrjóta form landslagsins, mola fjöllin og umskapa livort tveggja eftir eigin liöfði, reyndar að því til skildu, að fyrir hon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.