Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 79
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
181
um. Hún lá á hliðinni, dauð og stirðnuð. Júgrið vissi að
honum, og hann var kominn á fremsta lilunn að grípa
með snjáldrinu bann spenann, sem næstur var, en svo hörf-
aði hann liægt aftur á bak, fullur undrunar á þessari fram-
andi lykt, sem af henni var. Hann hnipraði sig saman og
höfuðið hvarf því nær inn í hálsinn. Svo rétti hann enn úr
hálsinum og þefaði varlega og hálfhikandi af öllum líkama
hennar. Rétt fyrir neðan evrað var lyktin ákaflega und-
arleg og liræðileg. Þar var örlítið gat og i þessu gati var
þurr blóðstorka. Hann liafði ekki fvrr fundið blóðþefinn
en skelfingin greip hann að nýju. Hann hrökk til haka,
settist upp á aflurfælurna, einblíndi á náinn og hljóp hrín-
andi til holu sinnar. 1 innsta horni hennar lagðist hann
fyrir, og hjartað barðist í hrjósti hans.
Hann lá þar lengi og þrýsti höfðinu að kaldri moldinni.
En svo tók hungrið enn að sverfa að innyfium lians. Smám
saman varð sulturinn óttanum yfirsterkari og rak á flótta
minninguna urn blóðstorkuna óttalegu umhverfis gatið
við eyrað á móður hans. Hann gleymdi mömmu sinni.
Hungrið varð öllu ráðandi og drekkti endurminningunni.
Hann skreið út úr holunni.
Nóttin var komin og tunglið vafði grasbrekkuna rökk-
urbjarma ævintýranna. Nokkrar kanínur úr næslu holum
bitu gras í tunglsljósinu. Tvær stálpaðar kanínur, á hans
reki, eltu hvor aðra til skiptis. Hann hoppaði til þeirra og
fór að narta í grasið.
Döggin féll og gerði grasið safaríkt og sætt, eins og mjólk-
in úr mömmu hans var. Hann át nægju sína og gelck svo í
dans hinna kanínubarnanna.
Nú var óttinn horfinn, og móður sinni hafði hann að
fullu glevmt. Hann var orðinn einn af átján.
Þórarinn Guðnason islenzkaði.