Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 39
TlMARIT máls og menningar
141
ur hjá venjulegum atvinnufyrirtækjum í margmenninu.
Bóndinn, „atvinnurekandinn“, „landeigandinn“, þykist
meira að segja heppinn, ef hann getur sjálfur komizt í dag-
launavinnu við brautargerð eða annað, sem til kann að falla
í héraði, og geta á þann liátt „haft upp i nauðsynlegustu
greiðslur“, rétt eins og búið sjálft væri einhvers konar
skemmtun og munuðlífi eða óarðhær listgrein, svipað því
að hlusta á músík, sem hann yrði að vinna fyrir sérstak-
lega til að geta látið eftir sér að njóta. Er sízt furða, þótt
mörgum komi i meira lagi spánskt fyrir sjónir, að at-
vinnugrein eins og landbúnaður, framleiðsla nauðsjmlegra
matvæla á Islandi, skuli ekki geta „horið fólkshald“ til
jafns við annan iðjurekstur, og langi til að fá leyst úr
þeirri gátu.
Á þessum misserum er vinnuaflið eftirspurðasta sölu-
vara landsmanna, jafnvel eftirspurðara en nokkur fram-
leiðsluvara, meðan hinir erlendu herir halda hér uppi land-
vörnum. En framleiðsluvara landsmanna er einnig i háu
verði, og þær atvinnugreinar, sem starfa með nútíma-
fyrirkomulagi á rekstri, þ. e. á stóriðjugrimdvelli, eins og
t. d. útgerðin, eru þess um komnar að keppa um vinnu-
aflið og greiða hin háu laun.
Islenzkur landhúnaður er yfirleitt ekki rekinn á sama
grundvelli og önnur atvinnufyrirtæki í landinu. Enda er
sú raunin, að í þeim tilfellum, þar sem liann er rekinn á
svipuðum grundvelli og önnur nútímafyrirtæki, t. d. á
nokkrum stórbúum, horgar liann vinnukraft sinn og skil-
ar ekki lakari arði en ýmis hliðstæð fyrirtæki í öðrum
greinum. Þetta átti t. d. við um Ivorpúlfsstaðabúið áður
en það var drepið með mjólkurlöggjöfinni. Um Hvann-
eyrarbúið og ýmis garðyrkjubú gegnir sama máli. Mein
íslenzka sveitabúskaparins er það, að liann er almennt
rekinn á grundvelli, sem lítið á skylt við landbúnað og
enn minna við iðjurekstur í nútimaskilningi og getur í
rauninni varla kallazt atvinn'uvegur í sannri merkingu þess
orðs. Ef ætti að flokka liann, heyrir hann ef til vill helzt