Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 66
168
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og einhverri kæn-i endurminningu liafi skotið upp í huga
hans. Honum liafði ekki lengi liðið eins vel og síðan
hann kynntist þessum liundi, og nú var liann að fara
heirn með hann i stutta kynnisför — háifan sunnudag í
sólskini, það var gaman. Hundurinn var ekki hans eign,
en þeir áttu saman leyndarmál og það gerði svo sem ekk-
ert til, þótt sumir héldu, að hann ætti liann.
Leiðin var ekki löng, bara yfir þessa móa og melinn, þá
var komið ofan í fjöruna fyrir innan kaupstaðinn. Þar
var lika sólskin og sunnudagslitur á öllu, aðeins fjallið
hinum megin við fjörðinn var svart og varpaði skugga
sinum langt út á sjóinn. En hvað varðaði liann um svört
fjöll og fjarlæga skugga? mann, sem er á ferð í sólskini
á sínum eigin sunnudegi og hefur með sér liund.
Þegar hann kom á melinn, hreytti liann um gang, varp-
aði aftur höfðinu og rann á liarða sprett, það kom lyfting
i gulan hárlubbann undan golunni, og hreitt, blóðríkt and-
litið gljáði í sólskininu. Hann gaf frá sér á hlaupunum lijá-
kátlegt söngl, kveðið í nef.
Hundurinn herti hjakkið og liorfði másandi upp á
lierra sinn hrúnum undirlægjuaugum.
Melspretturinn var skjótt á enda og þeir komust ofan
i fjöruna, en þá hreyttist allt látæði lilauparans, hann
varð tregur í spori og kvíðinn á svip og söngl hans þagn-
aði, hundurinn samdi sig óðara að háttum yfirhoðara síns.
Nokkru utar í fjörunni hafði drengurinn komið auga á
fimm börn, þrjá drengi, tvær stúlkur. Sum sálu á stein-
um, liin stóðu. Það var vandræðalegt aðgerðaleysi yfir
þeim, eins og leikur liefði mistekizt eða ósamkomulag
átt sér stað.
Framhjá þessum börnum varð hann að fara með liund-
inn sinn, en liann langaði ekki til að verða á vegi þeirra.
Það voin falleg börn og veltalandi, næstum óskemmtilega
vel talandi. Þau voru ekki leiksystlcini hans, heldur óvinir.
Það hefði getað verið öðruvisi, ef hann liefði verið öðru-
vísi, verið eins vel talandi og þau, en liann var liolgóma