Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 72
174 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR liúsabætur og hibýlaprýði, rafvirkjanir og endurbætur á aðstöðu til ýmiskonar vélavinnu, tilraunir með sambyggð- ir, þar sem það á við, og margt annað, sem eykur lifsþæg- indi og möguleika til tómstunda og félagslífs fyrir unga og gamla. En samtímis sjálfsögðum framkvæmdum, er miða að meiri afköstum og auknum lífsþægindum sveitafólksins, er það hið mesta nauðsynjamál, að reistir verði heima- vistarbarnaskólar víðsvegar um landið, er komi í stað far- kennslunnar, sem að almanna dómi er alls kostar ófull- nægjandi, enda þótt ýmsir farkennarar vinni gott starf miðað við starfsskilyrðin, er þeir eiga við að búa. Heimavistarbarnaskólar hafa þegar starfað í mörg ár hér á landi, og hefur þannig fengizt noklcur reynsla um störf þeirra. Má fullyrða, að sú reynsla spáir góðu um framtíð skóla af þessu tagi. Er ekki vitað annað en ánægja sé rikjandi meðal fólksins, er þeir starfa fyrir. Vafalaust er þó, að takast mun að endurbæta starfsskilyrði og um leið starfsárangur þessara skóla til muna frá því, sem nú er. I fyrstu munu ýmsir liafa borið kvíðboga fyrir því, að kostnaðurinn við að fæða börnin utan heimilis kynni að verða tilfinnanlegur. Þetta mun þó yfirleitt ekki liafa reynzt svo. Vandinn hefur a. m. k. sums staðar verið leyst- ur þannig, að bændurnir láta heimavistinni í té matvæli, og mjólk þeir, sem næstir búa skólanum. En ráðskonur heimávistarskólanna eru kostaðar af ríkissjóði. Fræðslulögin frá 1936 gera ráð fyrir því, að byggja beri heimavistar barnaskóla, er taki alls staðar við af farkennslunni. Felst í þessum lagaákvæðum skýlaus yfir- lýsing alþingis um stefnuna í þessu máli. Síðan liafa svo safnazt á skrifstofu fræðslumálastjóra margir tugir um- sókna um stvrki til skólabygginga hvaðanæfa af landinu, en aðeins örfáum hægt að sinna, vegna þess hve lítið fé liefur verið ætlað á fjárlögum í þessu skyni. Umsóknir þessar mundu þó vafalaust hafa orðið enn fleiri, ef unnt

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.