Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 40
142
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
undir sport eins og þollilaup eða í bezta falli stanga-
vciði.
Landbúnaðarstefna þess stjórnmálaflokks, sem haft
befur tögl og hagldir á sveitunum undanfarna áratugi,
Framsóknarflokksins, hefur ofur einfaldlega verið sú, að
gera sveitabúskap á fslandi að atvinnuvegi fyrir ölmusu-
menn. Viðleitni þessa flokks hefur miðað öll í þá átt að
reyna að skapa sér sem mest kjósendalið i strjálbýlinu
á grundvelli kjördæmaskipunar, sem á sér hvergi stoð
lengur, nema ef vera skyldi í landafræði. I þessum tilgangi
hefur flokkurinn kappkostað að beina sem mestu opin-
beru fjármagni til smáframleiðenda í sveitum, bvetja sem
flesta einyrkja til að bolloka sem víðast og dreifðast á út-
skæklum og óræktarlöndum, án tillits til þess, bvort við-
leitni þeirra uppfyllti þær kröfur, sem þjóðarhagur hlýt-
ur að gera til nytsamlegs atvinnuvegar; og án tillits til
þess, hvort nokkur veruleg lífsvon væri í þessari starfsemi
fyrir mennina sjálfa. Endalausum „lánum“ og ríkisstyrkj-
um hefur verið úthlutað í þessu skyni. Að vísu er látið svo
lieita, sem styrkirnir séu til þess ætlaðir að hjálpa mönn-
um að standa undir ýmsum kostnaðarliðum rekstursins á
víxl, sínu sinnið hvað, — jarðræktarstyrkir, húsabygginga-
styrkir, verkfærakaupastyrkir, safnþrórstyrkir, iðnaðar-
ábaldastyrkir (prjónavélar og því um líkt), fjársjúkdóma-
styrkir, allskonar verðjöfnunargjöld falin í því að verð-
launa menn fyrir að framleiða vöru, t. d. mjólk, á sem al-
óhentugustum svæðum, og loks „kreppulán“, sem miða
að því að strika út skuldir landbúnaðarfyrirtækja með
Jögum, — sum dagblöð sama afturbalds, sem stóð að þess-
ari landbúnaðarpólitík, hafa nefnt hið síðast talda fyrir-
brigði „löghelguð svik“. Yitanlega er það aðeins orðaleik-
ur að kenna „styrki“ þessa við amboð, kreppu, veiki í fé
o. s. frv. Hverju nafni sem þeir nefnast tákna þeir aðeins
eitt: öhnusur, svo þeir menn hafi til fata og matar, sem
látnir eru sveitast blóði við að stunda atvinnurekstur, sem
skortir hagfræðilegan grundvöll.