Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 57
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
159
leg viðhorf mannsins Cezannes lil jarðarinnar, gróðurs
hennar og loftsins, sem leikur um hana.
í höndum Cezannes, van Goghs og Gauguins tóku litir
og línur að lifa sérstæðu lífi, og í verkum Cezannes, sem
er einn djúpsæasti andi heimslistarinnar, öðlaðist hinn
gamli efniviður málaralistarinnar nýtt gildi, auðlegð,
mýkt og þrótt, sem er sjaldgæfur jafnvel hjá mestu snill-
ingum, sem saga myndlistarinnar getur. En allir þrir eiga
þeir sammerkt í því að hafa skilið, hver nauðsyn var á
rækilegri endurskoðun á eðli málaralistarinnar, og beina
komandi kvnslóð á heilbrigða braut.
m.
Van Gogh dó árið 1890, Gauguin 1903 og Paul Cezanne
1906, svo almenningur var tæplega farinn að sætta sig
við list þeirra, þegar Henri Matisse kom fram á sjónarsvið-
ið ásamt nokkrum ungum frönskum málurum og boð-
aði hið rökrétta framhald. Höfuðinntak stefnu þeirra
var alger lausn málaralistarinnar, eða lækja hennar, úr
viðjum natúralismans, og þar með úr skorðum úreltra hug-
mynda um fegurð og tilgang málverka. Litum, línu og
formi var hér ekki stillt saman í því augnamiði að búa
til „fallegar myndir“, ef þar með er átt við viðfelldnar
litasamstæður. Að álili þessara málara var nauðsynlegt að
þurrka út allar tilraunir til beinnar og óbeinnar eftirlík-
ingar á ýmsum efnum náttúrunnar. Úr efnivið þeirra lita,
sem myndir eru af gerðar, er ekki hægt að búa til mold,
gras né tré, en hinsvegar er unnt að skapa auðlegð blæ-
brigða, andstæður sterkra lita, sem með spenningu sín á
milli mynda áhrifaríka lieild, viðburð í línum og litum,
sem orkar á áhorfandann með svipuðum hætti og náttúru-
fyrirbæri. Litir geta verkað örvandi og æsandi, róandi og
svalandi, heitir og kaldir, eftir því hvernig þeim er skipað
saman. í þessu felst máttur þeirra. Séu þeir íklæddir ham
fjarskyldra efna, mást þessir eiginleikar út, og í stað
tjáningar koma tilraunir til blekkinga. Línurnar eru háð-