Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 75
TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR 177 Nú var hann orðinn nógu stór til þess að bíta gras sér til viðurværis niðri á frjósömum lækjarbakkanum, en hreysikötturinn bafði drepið öll systkini bans, og bess vegna var ennþá nægileg mjólk handa bonum í júgrinu bennar mömmu. Enn sem komið var bafði neyðin því ekki kennt honum að reyta stuttu grasblöðin með tönn- unum og tyggja þau. Iðja lians var ekki önnur en sú að skríða út úr holu sinni, lilaupa um í sólskininu, snuðra i grasinu eða leggja hlustirnar við hverju bljóði, unz hon- um barst eitthvað ógnandi til eyrna, en þá stakk liann sér niður í holuna til þess að forða sér. Þessa stundina var blessuð ró og friður niðri á lækjar- bakkanum. Sól var enn liátt á lofti, þótt langt væri liðið á dag. Hún skein í allri sinni dýrð á fossinn, sem steyptist með þungum, æðisgengnum gný fram úr þrengslum með lynggróðri beggja vegna. Vatnið stej'ptist fram úr þrengsl- unum líkt og fax á eldishesti, þétt og brúnt uppi við brún- ina, þar sem lyngið réð lit þess, en dreifðist í silfurlita lokka i fallinu. Fyrir neðan fossinn var stórt og djúpt ker. Þar suð- uðu flugurnar við yfirborð vatnsins og silungarnir gleps- uðu eftir skrautlegum vængjum þeirra. Við þann enda kersins, sem nær var, beint niður undan holu kanínusonar, bafði röð af stórum steinum verið kastað í lækinn bakka milli. í lóni milli tveggja þessara steina stóð sofandi villi- önd á öðrum fæti og bafði stungið nefinu undir annan vænginn. Ekkert rauf kyrrðina, nema dimmur söngur fossins. Þegar öndin steypti sér gaggandi niður af steinunum fyrir stundu, varð kanínusonur óttasleginn og þaut inn í bol- una sina. En svo gægðist hann út aftur og borfði um bríð á öndina, meðan bún kafaði með nefinu niður i lækinn eftir fæðu, og þá vandist hann fuglinum og hræðslan dvín- aði. Nú svaf öndin og' var algerlega runnin inn i umhverf- ið. Það sá aðeins á nokkrar litfagrar vængfjaðrir og lítið eitt af gulu nefinu milli steinanna. Allt í einu vaknaði öndin og dró nefið undan vængnum.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.