Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 80
Bókarfregn: John Steinbeck: Máninn líður. Sigurður Einarsson is- lenzkaði. Bókaverzlun Finnur Einarsson. (Prent- smiðju hvergi getið). Það er myndarlegt af Finni Einarssyni að vera strax búinn að koma út á íslenzku bók, sem má heita ný af nálinni í heima- landi sínu, Bandaríkjunum, Máninn liður (The Moon is Down) eftir John Steinbeck. Þetta er prýðileg ritgerð í dæmisögustil um erfiðleikana, sem því eru samfara fyrir innrásarher ofbeldis- ríkis að beygja lýðfrjálsa þjóð undir okið og halda henni undir járnhælnum til lengdar. Sniðið á hókinni er þó ekkert í líkingu við Grapes of Wrath (Þrúgur reiðinnar; um landbúnaðarkrepp- una í Bandaríkjunum), hin listræna meðferð kemst ekki í hálf- kvisti við Of Mice and Men (Frá músum og mönnum; tröllið, sem drepur ástkonuna með hlíðuatlotum sínum). Höfundur hugs- ar sér innrásarherinn bersýnilega þýzkan, en manngerðirnar eru furðuólíkar Þjóðverjum, og engin tilraun gerð að greina eðlis- háttu hins þýzka fasisma, öðru nær, innrásarforingjarnir eru viðkunnanlegir, lífsþreyttir menn, sem hjálpa föngum sinum til að rifja upp Varnarræðu Sókratesar á grisku. Aðalgildi bókar- innar er sem sé falið í viturlegum hugleiðingum hennar og mannúðlegum ályktunum, t. d. „Ég hef heyrt það sagt, að i Englandi séu ennþá menn við völd, sem kæra sig ekki um það að fá almenningi vopn í hendur.... Ef það eru þess háttar menn, sem ennþá stjórna Englandi og Bandarikjunum, þá er úti um heiminn.“ „Frjálsir menn geta ekki byrjað stríð, en þegar það er einu sinni hafið, þá geta þeir barizt endalaust, einnig í ósigri. Hjarðfólkið, foringjasleikjurnar, geta þetta ekki. Og þann- ig er það alltaf hjarðfólkið, sem vinnur orusturnar, en tapar stríðunum. En frjálsir menn vinna stríðin." Séra Sigurður Einarsson hefur gert þýðinguna, sennilega í miklu flaustri, því hana skortir allt það, sem á gamalli og góðri dönsku er kallað „holdning“. Þýðingin er að vísu lífleg eins og flest, sem kemur frá penna Sigurðar, en svo full af hugsana- villum, óíslenzkri orðskipun, fallskekkjum, og hæpnum beyg- ingum, að undrum sætir um vanan rithöfund. Dæmi: „velta liinu hverfanda hveli jarðar eins og þeytispjaldi", „sást hvergi í lieiðan díl á himni“, „dálítill snjór ýrði úr loftinu, kornél, sem voru lítil og hörð“, o. s. frv. H. K. L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.