Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 53
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR
155
sök, að hún kastar fyrir borð ýmsum „skemmtiatriðum“
gömlu listarinnar. Max-gir, sem aldrei hafa skilið til fulls
raunverulegt gildi málverka, en skemmt sér við að skoða
aukaatriðin, t. d. háttalag fólksins, sem myndin sýnir,
eða notið endurminninga frá fögrum stað, sem málarinn
valdi til verkefnis, og ekki orðið snortnir af listrænum
tilþrifum verksins, þrótti lits og línu, festu og skýrleika
byggingarinnar, eða sérslæðu viðhorfi listamannsins,
ásaka nútímalistina um vöntun lifræns inntaks. Frá her-
lmðum fólks með slíkar skoðanir, sem jafnframt er hald-
ið þeirri meinloku, að einkaviðhorf þess séu ófrávíkj-
anlega rétt, er því fleipri dreift meðal manna, að mynd-
iist tuttugustu aldarinnar, eins og liún er hezt, eigi ekkert
erindi til almennings og engan tilverurétt. Þetta er hlið-
stætt þvi, að framúrskarandi tónlistaverk ættu að dæm-
ast dauð og ómerk sökum þess, að þau öðrum fremur
snerta við innsta kjarna tónlistarinnar.
II.
Það er ekki hægt að skrifa um málaralist nútímans án
þess að minnast þriggja snillinga frá síðari hluta nítjándu
aldar, sem undirbjuggu með starfi sínu sókn þá, er hófst
eftir aldamótin. Þessir menn eru Paul Cezanne, Vincent
van Gogli og Poul Gauguin. I list þeirra urðu ávextir
„impressjónismans“ fullþroskaðir: höfuðkostir stefnunn-
ar sameinaðir skilningi hinna þriggja jötna á takmörkun-
um hennar og um leið vilja þeirra til að komast út fyrir
þær.
Verksvið impressjónismans var þröngt. Atliugun á
Ijósinu og áhrifum veðrabrigða á útlit landslags var höf-
uð-inntakið í viðleitni tjáenda stefnunnar. En kapphlaup
það, er þeir háðu við sólarljósið, kom þeim til að'beita lit-
unum með nýju móti, allt öðrum hætti en tíðkaðist lijá
fyrirrennurunum. Sterkustu, skærustu litirnir urðu beztu
vopnin í baráttu þessara rnálara, og þeim var beitt öllum
með tölu. Eðlileg óbeit impressjónistanna á starfsemi fyr-
11*