Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 26
Friðrik Ásmundsson Brekkan:
Gyðingurinn í Hraunhofn.
Innan skamms er von á nýrri skáldsögu eftir FrifSrik Ásmunds-
son Brekkan. Hún styðst við sannsögulegt efni og gerist fyrir
hundrað árum siSan. Kaflinn, sem hér hirtist, er úr þessari
óprentuðu skáldsögu.
Páll „púlsmaður" í Hraunhöfn var yfirleitt ræðinn við
menn um allt, hver sem í lilut átti, vildi gjarnan fræða
aðra — og fræðast af þeim, þegar þess var kostur. Eins
og nærri má geta, þurfti hann margt að tala við nýja
utanbúðarmanninn, hann Gúðmannsen, og til þess var
einkum gott tækifæri á kveldin, þegar þeir voru að hátta
í svefnklefanum sínum á pakkhúsloftinu.
Guðmannsen varaðist að segja neitt um sjálfan sig hein-
linis, en þess þurfti heldur ekki, Páll gat í eyðurnar, og
lét Gúðmannsen það gott heita. En Páll gat frætt hann
mikið, einkum um fólkið í „plássinu“ og í grenndinni, og
kom það sér vel fyrir Gúðmannsen, sem var ókunnugur.
Það voru fleiri en þeir og innanbúðarménnirnir, sem
voru í þjónustu verzlunarinnar: Það var nú t. d. kven-
fólkið, sem þjónaði þeim og matreiddi fyrir þá. Þær áttu
heima úti í „bænum“, sagði hann. En „hærinn“, sem fóllc
kallaði svo, var á jörðinni Hraunhöfn, sem átti landið,
þar sem verzlunarstaðurinn stóð nú. Þá jörð liafði
verzlunin eignazt eða faktorinn. — Páll vissi elcki al-
mennilega, hvort heldur var, og gerði í raun og veru
ekki mikinn greinarmun á þvi. „Bærinn“ stóð ekki nema
steinsnar frá verzlunar-plássinu, og þar bjó faktorinn
eiginlega; það er að segja, liann svaf þar á nóttunni og
hafði þar sina eigin stofu, sem Páll staðliæfði, að enginn