Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 78
180
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kattarins, hætti hann að skrækja. Hann skreiddist burt
upp með læknum. Göngulag hans var eins og hann væri
meiddur i bakinu. Hann var þvi nær lamaður og hann
kenndi ósköpin öll til, þegar hann dró afturfæturna inn
undir kviðinn til þess að hoppa áfram. En því fjarlægari
sem hreysikötturinn varð, því minni varð sársaukinn i
limum hans, þar til svo virtist að lokum, sem fargi hefði
verið af honum létt, og hann gat híáupið, að vísu dálítið
skjögrandi, inn í grasþykkni, sem óx umhverfis þyrni-
runn. Hann boraði holu í hávaxið, gróft grasið með trýn-
inu, lagðist svo fyrir í því miðju og blés upp og niður af
mæði. Þarna féll hann í fastasvefn.
Þegar liann vaknaði, var komið langt fram á kvöld og
sólin sétzt. Hann var banliungraður. Nú var angist lians
og starandi augu hreysikattarins aðeins óljós endurminn-
ing. Hann Jangaði að sjúga mömmu og seðja hungur sitt.
Hann skreið aftur á liak út úr fylgsni sínu í grasinu til
þess að svipast um eftir henni. Hann myndi finna liana í
holunni, en þar gaf hún honum alltaf að sjúga á kvöldin.
Hann hljóp til holunnar, eins hratt og hann gat, og litli
hviti dindillinn hoppaði upp og niður í hálfrökkrinu, eins
og bómullarhnoðri bærist fyrir vindinum. Hann ruddist
inn í holuna og leitaði að mömmu sinni. En hana var
hvergi að finna. Svo kom liann út aftur, settist upp á end-
ann, reisti eyrun, þefaði og hlustaði. í fjarska heyrðist i
froskahóp og spói vall i ákafa. Fjöldi annarra fugla kvak-
aði og flaug að næturstað. Kanínusonur steig i framfæturna,
lioppaði af slað, þefaði af jörðinni. sperrti öðru livoru
annað eyrað og síðan hitt og hlustaði. Alll í kringum holu-
ojiið, á moldarhaugnum úr holunni, sem þakin var litlum
hnöttóttum spörðum, fann hann þef móður sinnar, en
þefurinn var gamall og daufur. Hann fór lengra frá hol-
unni, snuði-aði í grassverðinum og leitaði að ferskum þef.
Loksins fann hann þefinn, þar sem lmn hafði dansað
fyrir framan hrevsiköttinn. Hann fylgdi slóðinni, fram og
aftur, unz hann kom auga á hana skammt frá rósarunnan-