Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 28
130
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR
liafi ekki veitt honum kristilegt uppeldi. Foreldrar séu
hörnum sínum ekki alltaf eins og vera heri né til fyrir-
myndar, segir Gúðmannsen með djúpri innri sjálfsásök-
un og verður hljóður.
— Já, er það ekki eins og ég hef alltaf sagt, segir Páll
„púlsmaður“ nú hressilega og alveg eins og honum stór-
létti við að heyra, hvernig Gúðmannsen litur á málið —
og það veit ég, að til á hann það að hreyta eins kristilega
og liver annar — og fram yfir það. — Hefurðu ekki heyrt
um hana fósturdóttur hans?
Gúðmannsen hristir höfðuðið. Nei, um hana hefur hann
ekkert heyrt. Páll heldur áfram:
— Já, það var nú ekki annað, en að ég hélt kannski, að
þú hefðir heyrt hennar getið þarna úti í Kaupinhöfn, því
að þar er sagt, að hún sé nú í mikilli pragt og velgengni
— að sagt er. Ja — úr því að þú hefur ekki heyrt hennar
getið, þá er ekki von, að þú vitir neitt um hana. Páll veltir
vöngum. Hann nýtur þess reglulega að geta nú frætt her-
bergisnaut sinn og félaga um eittlivað, sem hann sjálfur
telur merkilegt — jafnvel það merkilegasta í sögu þessa
staðar.
— Ja — það var nú nokkru áður en ég kom hingað á
þessar slóðir, byrjar Páll í frásagnartón — en gamla
fólkið á „bænum“ hefur sagt mér það, svo að ég veit, að
það er dagsatt allt saman....J>að var vist rétt um það
leyti, sem Markússen faktor seltist að hérna fyrst og varð
faktor. Hann var svo að segja kornungur maður þá. —
Hérna í „plássinu“ var þá maður, ég held, að hann hafi
verið „púlsmaður“ við verzlunina hérna, eins og ég er
nú,eða eitthvað þessháttar. — Nema þessi maður giftist,
— og drukknaði svo skömmu síðar hérna í firðinum frá
konu og ungu barni. Nú, konuskepnan reyndi að hafa ofan-
af fyrir sér, eins og hún gat hezt. Og það liefur víst gengið
sæmilega — ég veit ]>að ekki. En þegar telpan var eitthvað
tveggja eða þriggja ára, eða svo, þá dó konu-auminginn,
og harnunginn fór á sveitina. Það var nú ekki svo merki-