Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
167
Og kveldið verður seiðblátt
með kennd af óskaráðum,
og flötin bíður ilmsæl
og fagnar okkur báðum.
Þú hverfur fyrir ásinn,
— mér heyrist einhver læðast.
Eg mæti þér við gilið,
— við megum ekki hræðast.
Þótt bærinn hafi augu,
þau blindast af reyk
og sofa, meðan nóttin
er síðsumarbleik.
Halldór Stefánsson:
Grimmd.
Hann valhoppaöi yfir lmútótta móana, upp á lyngþúfur
og ofan í grasdokkir, ýmist beint áfram eða ögn til lilið-
ar og hundurinn elti hann. Hann var saddur og ánægður
og hlakkaði til að koma heim með hund. Seppi lijassaðist
á eftir honum með lafandi tungu, fjörlítill en þægur. Það
var sólskin allt í kringum ferðamanninn og hálfur sunnu-
dagur framundan, sem hann mátti eiga sjálfur. Var furða,
þótt hann valhoppaði? Hann var heldur ekki einn á ferð,
hann liafði með sér hund, reyndar gamlan rakka, fjör-
lítinn og dálítið sneplóttan, en það var sama, þetta var
merkishundur, það var húið að sýna sig. Drengurinn lýtur
niður að honum og kjassar liann með snöggu ldappi, eins