Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 167 Og kveldið verður seiðblátt með kennd af óskaráðum, og flötin bíður ilmsæl og fagnar okkur báðum. Þú hverfur fyrir ásinn, — mér heyrist einhver læðast. Eg mæti þér við gilið, — við megum ekki hræðast. Þótt bærinn hafi augu, þau blindast af reyk og sofa, meðan nóttin er síðsumarbleik. Halldór Stefánsson: Grimmd. Hann valhoppaöi yfir lmútótta móana, upp á lyngþúfur og ofan í grasdokkir, ýmist beint áfram eða ögn til lilið- ar og hundurinn elti hann. Hann var saddur og ánægður og hlakkaði til að koma heim með hund. Seppi lijassaðist á eftir honum með lafandi tungu, fjörlítill en þægur. Það var sólskin allt í kringum ferðamanninn og hálfur sunnu- dagur framundan, sem hann mátti eiga sjálfur. Var furða, þótt hann valhoppaði? Hann var heldur ekki einn á ferð, hann liafði með sér hund, reyndar gamlan rakka, fjör- lítinn og dálítið sneplóttan, en það var sama, þetta var merkishundur, það var húið að sýna sig. Drengurinn lýtur niður að honum og kjassar liann með snöggu ldappi, eins

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.