Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 6
108 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAB unnið. Honum hefur því fyrirgefizt ýmislegt, sem enginn annar málari hefði getað leyft sér án þess að fá þungar átölur. Og einrœnn hefur Ivjarval orðið á margan liátt. Við það hafa sér- kenni hans að visu skýrzt og mótazt, en frumleiksgáfa og and- leg frjósemi her skarðari hlut. Siðustu árin hefur íslenzk náttúra heillað svo þennan snilling okkar, að varla komast að lijá honum önnur viðfangsefni. Og sýningin í liaust ber þess sérstaklega merki, að Kjarval er geng- inn náttúrunni á hönd, í lotningarfullri dýrkun á fegurð henn- ar og í feimni við að hreyta stafkrók í lögmálsbók hennar. Flest- ar myndirnar voru landslagsmyndir, einkum frá Þingvöllum. Höfuðviðfangsefnið er litbrigði lands og gróðurs eftir órstíð- um eða svipbreytingum dags og nætur. Viðhorfið er natúralist- ískt, ákveðið af fyrirmyndinni sjálfri. En fyrirmyndin er lik á ýmsum málverkunum: landslag Þingvalla með liraungróðri, gjám og mosa, og fjöllum i baksýn. En svipaða fyrirmyndin tekur ótal hlæbrigðum i litum og stemningu. Kjarval málar i skyndihrifn- ingu, á valdi náttúrustemninga. Hver litbrigði orka á hug lians, blær yfir fjöllunum, litalif gróðursins, glitvefnaður hrauns og bergs, speglanir í vatni, hávær, fagnandi dýrðarbirta vorsins. Þessa ytri litfegurð túlkar Kjarval af frábærri leikni, og bregð- ur víða frá viðhorfi natúralistans yfir í rómantískan blæ og í einstaka myndum yfir i dulræna sýn, þar sem raunsæjum og jafnframt listrænum sjónarmiðum sleppir. Líf og blæmýkt lit- anna er höfuðsérkennið. Beztur er Kjarval, þar sem ímyndunar- gáfa hans nýtur sin innan glöggra raunsærra takmarka. í ýms- um Þingvallamyndum sínum hefur Kjarval uppgötvað mörg feg- urðarsérkenni íslenzks landslags. í nýrri myndunum er þó ekki jafn ferskt persónulegt viðhorf, ekki sami skapandi mátturinn og áður, lieldur auðveldari leikni, smámunalegri útfærsla, meiri fegrunarhneigð. Að vísu mun skaparinn hafa fátt gert fegurra en Þingvöll. En náttúrufegurð Þingvallar, eins og allir geta séð hana, þótt enginn geti fest hana á léreft eins og Kjarval, er samt ekki það, sem við sækjumst mest eftir að sjá í málverkum lista- mannsins. Við spyrjum eftir skaparanum Kjarval, ímyndunar- gáfu hans, innsýn og mætti, ón þess þó að óska eftir ótakmörk- uðu frjálsræði lians eða kalla á álfa út úr hjörgum. Listamanns- ins er ekki að taka sér til of náinnar fyrirmyndar það, sem guð liefur gert, hvað fagurt sem það er, heldur tekur hann sér sjálfur vald hins almáttuga. Hvað varðar hann um hringi fjalla og drætti landslags að fylgja þeim út i æsar? Honum er leyfi- legt að hrjóta form landslagsins, mola fjöllin og umskapa livort tveggja eftir eigin liöfði, reyndar að því til skildu, að fyrir hon-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.