Tímarit Máls og menningar

Volume

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 54
228 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En þó að íslendingar standi einir þjóða uppi með stuðlana nú á dögum, þá hefur ekki alltaf verið svo. Um það bil sem germanskar þjóðir koma fyrst skýrt og greinilega fram í dagsbirtuna, svo að við kynnumst ekki aðeins vopnaburði þeirra og orrustum beldur einnig skáldskap þeirra, yrkja þær allar með stuðlum, en án loka- ríms. Það er í höfuðatriðum sá bragarháttur sem við erum vön að kalla fornyrðislag. Hvað véldur því, að þessar þjóðir einar settu stuðlana í rammar skorður og greyptu þá svo fast í skáldskap sinn að hann gat ekki án þeirra verið? Skáld og rithöfundar á aðrar tungur og þær meira að segja svo fjarskyldar sem latínu og finnsku, hafa þráfaldlega brugðið fyrir sig stuðlum, en aðeins annað kastið til skrauts og viðhafnar, ekki eftir föstum fullkvæmdum reglum. Spurningunni verður eigi svarað um alla eilífð, sökum þess að upptökin liggja einhvers staðar langt aftur í því myrkri aldanna sem enginn geisli dregur til. Samt hafa hugmyndaríkir fræðimenn ekki látið þetta aftra sér frá getgátum, og hefur þá hugur sumra helzt staðnæmzt við þá frásögn um spádóma Germana og véfréttir sem rómverski sagnaritarinn Tacitus skrásetti hér um bil 100 árum eftir Krists hurð. Hann segir að Germanir leiti á þann hátt frétta að þeir hluti sundur grein og risti merki á bútana, dreifi þeim síðan á hvítt klæði, en því næst taki prestur þjóðflokksins, eða heimilisfaðirinn ef spá- fréttinni er haldið innan þrengri vébanda, þrisvar upp bút og ráði eftir merkjunum. Allt er þetta miklu óljósara en skyldi. Menn hafa nú gert sér í hugarlund að fréttinni hafi verið þannig hagað að merkið hafi sagt til urn höfuðstaf, en sá er fréttarinnar leitaði hafi síðan aukið þar við eftir því sem andinn blés honurn í brjóst, þó svo, að atriðisorðin eitt eða tvö urðu að hefjast á sama hljóði. Hann hafi með öðrum orðum stuðlað svar sitt í samræmi við þann höfuðstaf sem hlutkestið heimtaði, og þaðan af hafi stuðlasetning orðið rótgróin í hugum manna. Enginn veit hvort þetta er nokkuð annað en heilaspuni. En við rekumst hér enn á þann grun að skáld- skapur og véfréttir, spádómar og prestleg störf hafi allt verið hvað öðru nátengt í forneskju. Það sem varðveitzt hefur af stuðluðum þýzkum skáldskap er ekki ýkjamikið. Af þeim kvæðum er eitt langgirnilegast til fróðleiks:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue: 3. tölublað (01.12.1944)
https://timarit.is/issue/380786

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

3. tölublað (01.12.1944)

Actions: