Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 6
244 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR menningar en ef til vill nokkru sinni fyrr. A íslenzka þjóðin að trúa því um menntamenn sína að þeir ætli að halda að sér höndum og láta allt danka eins og það er, án þess að sýna í verki að þeir vilji engu síður nýsköpun á sínu sviði en þá sem öll þjóðin er að reyna að framkvæma á sviði atvinnumála og verklegra framkvæmda? í þessum fáu orðum hafa ekki verið boðuð nein ný sannindi; ég býst meira að segja við því að allur þorri íslenzkra menntamanna sé mér sammála, að minnsta kosti í hjarta sínu. En af hverju þarf þá að segja þetta? Jú, af því að allt of margir sjá hvað rétt er í þessu efni en gera lítið eða ekkert til að breyta eftir því. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, en þær eiga eitt sameiginlegt: /«nr eru ekki gildar. Ef íslenzkir menntamenn sjá hvað hér er í húfi og reyna ekki að bæta úr því, hafa þeir glatað rétti sínunt til að heita menntamenn. Orðið er laust; Tímaritið bíður með óþreyju eftir tillögum og rökræðum um framtíð íslenzkrar menningar. J.B.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.