Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 68
306 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og auðskildu máli. Frjálslegur blaðamannastíll hans gerði það að verkum, að ræður hans urðu aldrei leiðinlegar, og margar þeirra geta jafnvel áhugalausir menn um trúmál lesið sér til mikillar á- nægju. Listin og trúin urðu að dómi Kaj Munks ekki greindar sundur. Trúna kallaði hann eldri systur listarinnar, og prestur og prédikari varð hann af heilum hug, þegar honum var varnað máls af leiksviði. Hann vildi vekja þjóð sína, ekki aðeins til þess að trúa á guð, held- ur og til að trúa á Danmörku. Síðustu prédikanir hans eru gegn- sýrðar óbilandi trú og óttalausri festu gagnvart hinu illa í gervi framandi ofbeldismanna. Honum var bannað að prédika í Kaup- mannahöfn stuttu fyrir jól 1943, en honunr tókst samt sem áður að flytja þar guðsþjónustu í annarri kirkju en til hafði verið ætlazt, og þeir sem heyrðu ekki til hans í kirkjunni, fengu síðar kost á að lesa útdrátt úr ræðu hans í leyniblöðunum. I stjórnmálum var ákaflyndi Kaj Munks svo mikið, að við lífs- háska lá. I honum brann hinn eilífi eldur, og varkár íhugun var hon- um óeðlileg. Oheillavænleg hrifning hans af drottnurum eins og Hitler og Mussolini var farin að réna, þegar stríðiS skall yfir Dan- mörku, en var þó ekki horfin með öllu, eins og kaflinn úr ræðu hans í Ollerup, sem vitnað var í hér að framan, bar vott um. Úr því að minnzt hefur verið á þá ræðu, er engu síður skylt að geta þess, að undir eins í ágústmánuði sama ár viðurkenndi hann á stúdenta- mótinu í Gerlev, að hann hefði hlaupið á sig: „Það situr kannske sízt á mér að sakfella neinn, mér, sem var sjálfur vélaður af þessari nýju þýzku kenningu, mér, sem liélt, að Hitler mundi koma með eitthvað, sem að gagni mætti verða; en nú sé ég, að hugsjón hans er lygi, lygi, lygi og ekkert annað“. Og Kaj Munk afneitaði lyginni af öllu örgeðja prestshjarta sínu, af allri sál skáldsins — í senn í opinberu lífi, í afskræmingu lýðræðisins, í kenningu Hitlers og hjá sjálfum sér. Hann þekkti engan meðalveg, en elskaði sannleikann, en sá eiginleiki er miður hentugur stjórnmálamanni. Þegar Kaj Munk varð að horfast í augu við beiskan veruleik- ann og taka afstöðu gegn því mannhatri, sem þýzka ofbeldisaldan reis af, gekk hann í liÖ með stjórnmálaflokknum „Dansk Samling“ og varð ötull starfsmaöur við tímarit flokksins. „Dansk Samling“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.