Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 55
CHR. WESTERGÁRD-NIELSEN:
KAJ MUNK
Danmörk og Noregur hrepptu sömu örlög vorið 1940, en þjóð-
irnar tóku þeim hvor ó sinn veg. Norðmenn, sem alizt hafa upp við
fjöll og sjó, beittu þegar í stað þybbni og mótspyrnu og létu ekki
bugast. Við Danir, sem kunnum bezt við okkur á flatlendinu og
höfum lært að breyta um stefnu og fikra okkur áfram, þegar á móti
blæs, urðum fyrst að átta okkur á rás viðburðanna, eftir að við
höfðum reynt árangurslaust að sætta okkur við það, sem yfir hafði
dunið. I Noregi varð baráttan þegar í upphafi andleg viðreisn, og
þjóðin eignaðist hóp skálda, sem blésu henni þori og andstöðuþreki
í brjóst með kvæðum sínum.
Ég skal láta ósagt, hvort ástæðan er munur á þjóðareðli og lífs-
skoðun eða virðing fyrir bundnu máli, en Danir munu ekki hafa
eignazt nema eitt skáld, sem nokkuð kvað að, á þessum stríðsórum,
og í raun og veru varð hann ekki sameign þjóðarinnar fyrr en hann
var látinn.
Þetta skáld var Kaj Munk, sem var borinn og barnfæddur á slétt-
lendi Lálands og harðnaði í óblíðu og veðurbörðu prestakalli á
Vestur-Jótlandi. Það stóð styr um þetta skáld í lifanda lífi, en eitt
er víst, að hann unni ættjörð sinni og lét lífið fyrir þá ást sína.
Kaj Munk var löngu kunnur leikritahöfundur, þegar stríðið hófst,
en flestunr fannst víst frami hans nokkuð óeðlilegur, helzt til hrað-
fara. Og þótt hann ætti aðdáendur og vini, átti hann engu síður
fjandmenn. Kaj Munk sætti mikilli gagnrýni, og það eins eftir að
hann hafði hrifið hvikula og duttlungafulla leikhúsgesti höfuðborg-
arinnar með list sinni. Mál hans og stíll, sem að margra dómi var
stórviðburður í dönskum bókmenntum, virtist einkum okkur yngri
háskólagengnum mönnum bera of mikinn keim af stúdentamálfari
— eins og það væri sótt beint í kvörtunarbók Garðbúa. Og við gát-