Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 59
KAJ MUNK 297 hinn frjálslyndi Grundtvigssinni Oscar Geismar, hafði djúptæk áhrif á Kaj Munk. Geismar sagði þessum námfúsa og greinda dreng til og vakti ást hans á Oehlenschláger og öðrum dönskum skáldum. Síðar kom hann honum einnig í kynni við rit Henriks Ibsens. Kaj Munk dreymdi sjálfan urn að verða skáld, og hann hefur sagt frá því, að frændi hans Nis Petersen, sem síðar varð kunnur af ljóðum sínum og skáldsögum, hafi lengi verið átrúnaðargoð sitt og fyrirmynd. En nú var Kaj Munk komið í skóla, fyrst í Maribo, síðan í Ny- köbing á Falstri, og þar lauk hann stúdentsprófi 1917. Á skólaár- unum gafst honum tími til margvíslegra skemmtana, æskuásta (hann áleit á þeim árum, að óhamingja í ástum væri nauðsynlegt skilyrði þess að geta ort) og nokkurs skáldskapar. Nokkur viðvaningsleg riss eftir hann voru birt í blöðum bæjarins, og Kaj Munk fór að hugsa um að hætta við áform sitt að lesa til prests og gerast blaða- maður. En rétt fyrir stúdentspróf kom andinn yfir hann. Til þess að spara steinolíu til ljósa heima fyrir (þetta var á stríðsárunum) hafði Kaj Munk fengið leyfi til að koma í skólann á morgnana löngu á undan öðrum nemendum. Þar samdi hann nú fyrsta leikrit sitt, „Pílatus“. Hugmyndina að því hafði hann fengið í samræðum við vin sinn, en við hann hafði Kaj Munk staðhæft, að Pilatus hefði gert sér ljóst hið góða og verið fús til að framkvæma það, en látið vélast og orðið dáðlaus af glundroða heimsins. Á 14 morgunstund- um samdi Kaj Munk alla fjóra þætti leikritsins og sendi það til Pios forlags í Kaupmannahöfn undir dulnefninu Harald Cajus — og tók aftur til við próflesturinn þar sem fyrr var frá horfið. Forlagið tók leikritinu mjög vel og bauðst til að ná tali af Jó- hannesi Poulsen, leikara við Konunglega leikhúsið og fá hann til að mæla með því að það yrði sýnt þar. Á meðan lauk Kaj Munk stúdentsprófi. Auðvitað ætlaði hann að lesa til prests til þess að verða við ósk- um hinna iðnu og atorkusömu fósturforeldra sinna og láta rætast einhvern hluta þeirra framtíðardrauma, sem hann dreymdi sjálfan. Hann hélt því til Kaupmannahafnar, ungur stúdent, sannfærður urn ágæti sitt og með ódrepandi kjark í lífsbaráttunni. Prófessorarnir komust ekki hjá því að kynnast honum af eigin reynd. Hann gaf sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.