Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 13
NÝI SÁTTMÁLI 251 vitundar, og að þeim hefði aldrei dottið í hug að gruna Bandaríkja- menn um slíkt. Hitt er auðvitað fjarstæða, sem haldið hefur verið fram, að með því að benda á þessa hættu sé verið að telja Banda- ríkjamenn ósamningshæfa og fjandskapast gegn þeim. Hér er um það að ræða að með þessum samningi er Island með eigin sam- þykki dregið inn í hervarnarkerfi Bandaríkjanna og er því háð þeirri stefnu í utanrikis- og hernaðarpólitík þeirra sem ofan á er í það og það skiptið. Enginn íslenzkur stj órnmálaspekingur er þess um kominn að ábyrgjast neitt um þá stefnu á komandi árum eða afleiðingar hennar. Vér ættum að geta haldið fullri vináttu við Bandaríkin eins og aðrar þjóðir án þess að tengja tilveru vora bein- línis við stjórnmálastefnu þeirra, eða sagt umbúðalaust: án þess að verða amerískt leppríki. 2. Sérréttindi erlendrar þjóðar á íslenzkri grund eru alltaf óheppi- leg, og því óheppilegri og hættulegri sem erlenda þjóðin er stærri og réttindin henni meira virði. Með hinum nýja sáttmála eru Banda- ríkjamönnum veitt svo mikilvæg réttindi á íslandi að ekki er hættu- laust að þeir mundu geta notað þau að átyllu til þess að „gæta hags- muna sinna“ hér á landi, ef til árekstra kæmi milli íslendinga og hins erlenda starfsliðs. Hin mörgu óljósu ákvæði samningsins geta vel orðið tilefni margvíslegra deilumála, ef íslendingar vilja standa fast á frekasta rétti sínum og hafa raunverulegt eftirlit með því sem fram fer á flugvellinum. En allir vita hvað það þýðir þegar stór- veldi fer að „gæta hagsmuna sinna“ gagnvart smáþjóð. Sagan er morandi af dæmum um slíkar aðgerðir. Endirinn er alltaf einn og hinn sami: smárikið hefur orðið að láta í minni pokann og oftast neyðzt til að veita stórveldinu víðtækari réttindi í bóta skyni fyrir þá frekju að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér. Þegar þetta er haft hugfast, er auðsætt hve hjákátlega þýðingarlaus eru ákvæði 5. grein- ar samningsins um að sérréttindi Bandaríkjamanna raski ekki „full- veldisrétti né úrslita yfirráðuin lýðveldisins Islands varðandi umráð og rekstur flugvallarins, mannvirkjagerðir eða athafnir þar“. Þessi grein er ekkert annað en tilraun til þess að þyrla ryki í augu ís- lendinga, aðeins tálbeita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.