Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 13
NÝI SÁTTMÁLI 251 vitundar, og að þeim hefði aldrei dottið í hug að gruna Bandaríkja- menn um slíkt. Hitt er auðvitað fjarstæða, sem haldið hefur verið fram, að með því að benda á þessa hættu sé verið að telja Banda- ríkjamenn ósamningshæfa og fjandskapast gegn þeim. Hér er um það að ræða að með þessum samningi er Island með eigin sam- þykki dregið inn í hervarnarkerfi Bandaríkjanna og er því háð þeirri stefnu í utanrikis- og hernaðarpólitík þeirra sem ofan á er í það og það skiptið. Enginn íslenzkur stj órnmálaspekingur er þess um kominn að ábyrgjast neitt um þá stefnu á komandi árum eða afleiðingar hennar. Vér ættum að geta haldið fullri vináttu við Bandaríkin eins og aðrar þjóðir án þess að tengja tilveru vora bein- línis við stjórnmálastefnu þeirra, eða sagt umbúðalaust: án þess að verða amerískt leppríki. 2. Sérréttindi erlendrar þjóðar á íslenzkri grund eru alltaf óheppi- leg, og því óheppilegri og hættulegri sem erlenda þjóðin er stærri og réttindin henni meira virði. Með hinum nýja sáttmála eru Banda- ríkjamönnum veitt svo mikilvæg réttindi á íslandi að ekki er hættu- laust að þeir mundu geta notað þau að átyllu til þess að „gæta hags- muna sinna“ hér á landi, ef til árekstra kæmi milli íslendinga og hins erlenda starfsliðs. Hin mörgu óljósu ákvæði samningsins geta vel orðið tilefni margvíslegra deilumála, ef íslendingar vilja standa fast á frekasta rétti sínum og hafa raunverulegt eftirlit með því sem fram fer á flugvellinum. En allir vita hvað það þýðir þegar stór- veldi fer að „gæta hagsmuna sinna“ gagnvart smáþjóð. Sagan er morandi af dæmum um slíkar aðgerðir. Endirinn er alltaf einn og hinn sami: smárikið hefur orðið að láta í minni pokann og oftast neyðzt til að veita stórveldinu víðtækari réttindi í bóta skyni fyrir þá frekju að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér. Þegar þetta er haft hugfast, er auðsætt hve hjákátlega þýðingarlaus eru ákvæði 5. grein- ar samningsins um að sérréttindi Bandaríkjamanna raski ekki „full- veldisrétti né úrslita yfirráðuin lýðveldisins Islands varðandi umráð og rekstur flugvallarins, mannvirkjagerðir eða athafnir þar“. Þessi grein er ekkert annað en tilraun til þess að þyrla ryki í augu ís- lendinga, aðeins tálbeita.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.